SímI:4777777
Fasteignasala Reykjavíkur
Halldór Kristján Sigurðsson
Nemi til löggildingar fasteignasala

Ég er uppalinn á Seltjarnarnesi og sleit fótboltaskónum mínum þar fyrstu ár ævi minnar. Ég er menntaður bakari og konditor. Sölumennska hefur þó alltaf átt best við mig. Frá árinu 1998 hef ég starfað í sölumennsku og verið sjálfstætt starfandi með námskeið sem eru vel sótt á hverju ári. Sem sölustjóri til fjölda ára og viðskiptastjóri í áratug hjá einu stærsta innflutningsfyrirtæki landsins, hef ég viðamikla reynslu og þekkingu sem hefur nýst mér vel í fasteignasölu. Ég hefur mikinn eldmóð og er drifinn áfram af áhuga á því sem ég tek mér fyrir hendur hverju sinni. Ég er fjölskyldumaður, er í sambúð og á tvo syni. Er í námi til löggildingar fasteignasala