STARFSMENN
Salvör Þóra Davíðsdóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali.

Ég hef starfað við sölu fasteigna frá árinu 2013. Minn bakgrunnur er yfir 15 ára reynsla ráðgjöf í birtingar- og markaðsmálum hérlendis og erlendis. Ég legg mig ávallt alla fram í því sem ég tek mér fyrir hendur og sinni starfi mínu af alúð, fagmennsku og jákvæðni.

Ég er uppalin í Árbænum og lá leið mín þaðan í Verzlunarskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með stúdentspróf árið 1993. Síðar lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem ég kláraði MBA gráðu í alþjóðaviðskiptum og útskrifaðist í topp 10% í skólanum árið 2010.

Ég bý í Grafarvogi með eiginmanni og tveimur börnum og tek virkan þátt í nærsamfélaginu. Áhugamál mín eru gæðastundir með fjölskyldu og vinum, ferðalög hverskonar og körfubolti.

ViÐ erum hér FYRIR ÞIG

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777