STARFSMENN
Karl Lúðvíksson
Löggiltur fasteignasali

Ég hóf störf í haust hjá Fasteignasölu Reykjavíkur og er nýr í faginu og stefni á nám til löggildingar á næstu önn.  Bakgrunnur minn er fjölbreyttur en lengst af í mínum starfsferli hef ég starfað við fjölmiðla, bæði við dagskrárgerð og framleiðslu.  Ég hef einnig um 10 ára reynslu í markaðs- og sölumálum þar sem ég hef notið mín afskaplega vel í góðum samskiptum við mína viðskiptavini.  Ég stundaði nám í Vancouver Film School og útskrifaðist þaðan með 97/100 í einkunn.

Ég bý í Árbænum ásamt eiginkonu minni og þremur börnum og kunnum við afskaplega vel við okkur í því hverfi þar sem það er stutt í náttúruna og eina bestu sundlaug borgarinnar.  Ég er mikið í veiði og hef meðal annars séð um staðarhald og leiðsögn veiðimanna við Langá á Mýrum síðustu tvö sumur.

Það er mitt markmið að veita þér mína bestu þjónustu og vera þér innan handar með það sem þú þarft til að viðskipti þín með Fasteignasölu Reykjavíkur verði þér og þínum ánægjuleg.


 

ViÐ erum hér FYRIR ÞIG

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777