STARFSMENN
Hera Björk Þórhallsdóttir
Löggiltur fasteigna-, og skipasali.

Á dauða mínum átti ég von...en svona er lífið nú skemmtilegt. Ég datt niður á þetta starf og þessa menntun eftir að hafa verið að þreyfa fyrir mér í þónokkurn tíma og mikil ósköp sem mér þykir þetta skemmtilegt starf. Ég hef starfað sem söngkona síðan á síðustu öld, rekið verslun á Laugavegi, á Söngskóla sem er 10 ára um þessar mundir, unnið í fiski, bakaríi, á elliheimili og leikskóla og allt hefur þetta mótað mig og undirbúið undir þessa nýju og spennandi braut sem ég er komin á í lífinu.

Ég hef búið og starfað í Danmörku og Chile, var í Háskólanum á Akureyri í Viðskiptafræði, tók söng- og kennaranám í Kaupmannahöfn.

Hreinskilni, virðing og gaman eru mín slagorð í þessu lífi:-) 

ViÐ erum hér FYRIR ÞIG

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777