SímI:4777777
MeÐmÆli
Halldóra og Friðrik
23.06.2015

Þórdís er frábær í fasteignabransanum. Hún veitir fullkomna þjónustu og selur hratt og örugglega. 

« TIL BAKA
Dagný, Dóri, Sandra, Pétur og Nikulás.
21.06.2015

Elsku Þórdís okkar. Bestu þakkir fyrir hjálpina og að halda okkur við efnið

« TIL BAKA
Eyrún Gísladóttir og Daníel Sigurðsson
31.08.2015

Þegar kom að því að selja eignina okkur þá fundum við hana Þórdísi á RE/MAX síðunni (reyndar sá ég þráð á blandi þar sem einhver að mæla með henni), mér leist vel á hana á mynd og var sko ekki svikin þegar hún mætti í eigin persónu. Rosalega hlýleg og bara mannleg. Sumir fasteignasalar eru eitthvað svo vélmennalegir en Þórdís hefur þá kosti að hún er hlýleg, ekki yfirborðskennd, gefur frá sér góða strauma, vel gefin,og ég sá strax að hún hafði vit á þessu, enda fékk hún þettta bara í hendurnar og við þurftum ekki að gera neitt. Hún seldi íbúðina á innan við viku og gaf okkur ávallt góð heilræði. Þórdís hefur næmt auga fyrir smáatriðum og hún veit hvað hún segir frá í sambandi við Fasteignir. Mæli með henni, ég mun halda mig við Þórdísi með mín fasteignarmál í framtíðinni

« TIL BAKA
Dagný, Dóri, Sandra, Pétur og Nikulás

Elsku Þórdís okkar. Bestu þakkir fyrir hjálpina og að halda okkur við efnið við húsnæðisleitina. Við værum ekki hér á Suðurbraut nema vegna þín.
Ástar þakkir

« TIL BAKA
Kolbrún

Þegar ég seldi fasteign mína leitaði ég til Þórdísar. Hún tók söluna algjörlega í sínar hendur og ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hún benti mér á hluti sem ég þyrfti að gera til að fasteignin yrði sölulegri og hún seldi hana á augabragði. Hún var lipur og þægileg í samskiptum, sýndi ótrúlega þolinmæði og allt sem hún sagði stóðst. Ég bendi öllum á hana sem ég veit að eru að fara að selja eða kaupa. Þórdís er frábær fasteignasali sem hugsar vel um sína viðskiptavini

« TIL BAKA
Eldey Huld Jónsdóttir

Oddur Grétarsson fær mín bestu meðmæli sem sölumaður fasteigna. Hann er áreiðanlegur, úrræðagóður og fylginn sér. Eftir að hafa verið með hús á sölu í á þriðja ár flutti ég eignina til Fasteignasölu Reykjavíkur og fékk Odd sem sölumann. Hann kom með góðar ábendingar og úrlausnir og hafði trú á því sem hann var að gera. Hann vann hratt og vel og eignin seldist á viku.

« TIL BAKA
Ragnheiður og Óli

Salvör var áhugasöm, dugleg og hafði mikinn vilja til að vinna vel fyrir okkur. Við vorum mjög ánægð með þá vinnu sem hún vann fyrir okkur og hve salan gekk hratt og vel fyrir sig. Það var frábært að geta haft sölumann sem við treystum 110% í þessu ferli. Takk fyrir okkur - Ragnheiður og Óli.

« TIL BAKA
Hörður Björnsson

Hörður Björnsson hefur verið fasteignasali okkar undanfarin ár þegar við höfum verið að selja og kaupa fasteignir. Hann hefur líka séð um að útvega okkur leigjendur. Hörður er vandvirkur, áreiðanlegur og stundar starf sitt að mikilli kostgæfni. Við leitum gjarnan til hans þar sem hann hefur reynst okkur afar vel.

« TIL BAKA
Elísa Guðrún Ragnarsdóttir

Ég seldi heimili mitt til meira en tveggja áratuga síðastliðið sumar en þar sem fækkað hafði mjög í heimili var kominn tíma á að minnka við sig. Ég var búin að kvíða þessum fyrirhuguðu breytingum og stússi alveg hreint óskaplega en var svo heppin að vera í þessum hugleiðingum mínum bent á Svönu Ingvadóttur sem ég setti mig í samband við. Og það var tel ég alveg einstök heppni því stuðningur hennar gegnum þetta ferli, takmarkalaus skilningur, þægilegt viðmót og faglegheit voru ómetanleg á þessum tíma fyrir utan það að eignin seldist strax og ég þurfti hreint ekkert að gera. Ég vil hiklaust og eindregið að minni reynslu fenginni mæla með Svönu og bendi strax á hana ef einhver mér nærri er í sölu- eða kauphugleiðingum. Ég sendi henni bestu þakkir fyrir alla aðstoðina og óska henni góðs gengis áfram.

« TIL BAKA
Þorgeir Valur Ellertsson

Ég vil lýsa yfir mikilli ánægju minni með störf Svönu Ingvadóttir sem fasteignasala. Svana vinnur að heilindum, festu og ábyrgð og er bæði vinnusöm og vandvirkur. Það er mikilvægt að geta treyst á sinn fasteignasala þegar um er að ræða stærstu fjárfestingu fjölskyldunnar. Svana er svo sannarlega sá aðili og þekkir sitt fag gríðarlega vel. Þegar ég seldi mína fyrstu eign leitaði ég til Svönu og það er skemmst frá því að segja að ferlið sem hún setti í gang var vel skipulagt og markvisst og var ég kominn með samþykkt kauptilboð á innan við þremur dögum. Ég gef Svönu mína fyrstu einkunn og þakka fyrir frábær viðskipti – gott skipulag, góða aðstoð og heiðarleika í hvívetna.

« TIL BAKA
Ragnheiður og Óli

Salvör var áhugasöm, dugleg og hafði mikinn vilja til að vinna vel fyrir okkur. Við vorum mjög ánægð með þá vinnu sem hún vann fyrir okkur og hve salan gekk hratt og vel fyrir sig. Það var frábært að geta haft sölumann sem við treystum 110% í þessu ferli.
Takk fyrir okkur 

« TIL BAKA
Dagbjartur og Ingibjörg

Við hjónin vorum í hugleiðingum um íbúðaskipti og vildum skoða íbúð sem Halldór K. Sigurðsson var með á sölu. Báðum um söluyfirlit og fengum það. Hann spurði hvað við værum að hugsa. Halldór K. Sigurðsson skoðaði okkar íbúð sem ekki var á sölu þar sem hann vissi að við vorum í hugleiðingum um skipti. Hann kom og leit yfir íbúðina og sagðist selja á viku. Við vorum vantrúuð en vildum leyfa honum að spreyta sig. Hann stóð sannanlega við það. Gekk frá sölu og tilboðum með sóma og hefur staðið með okkur allann tíma sem við stóðum í skiptunum. Einnig aðstoðaði hann okkur við kaup eftir sölu og gerði það af fagmensku. Hann er traustur og áreiðanlegur í alla staði og umhugað um að þjónusta kunnan sinn. Mælum við því eindregið með honum sem sölumanni á íbúðarhúsnæði.

« TIL BAKA
Hörður og Birna

Við hjónin fengum Halldór til þess að selja fyrir okkur húseign okkar í Grafarholti. Öll viðskipti okkar við Halldór og Remax Alpha voru traust og hnökralaus. Eignin seldist eftir fyrsta opna hús, og í því var fagmennskan í fyrirrúmi.
Við getum því algerlega mælt með Halldóri og hans samstarfsfólki hjá Remax Alpha.

« TIL BAKA
Anna Kristín Pétursdóttir Bang

Davíð er fagmaður fram í fingurgóma sem passar upp á kúnnana sína eins og ungamamma og gerir fasteignaskipti skemmtileg!

« TIL BAKA
Guðmundur og Hrafnhildur.
14.09.14

María Kristín Jónsdóttir
Samskipti okkar við þig varðandi sölu á íbúð í Garðabæ í lok síðasta árs voru sannarlega ánægjuleg. Allt söluferlið gekk snurðulaust fyrir sig. Öll vinnubrögð voru algjörlega til fyrirmyndar.

Það kom því engin annar til greina, þegar við ákváðum að kaupa íbúð í Hafnarfirði nú nýlega. Eftir nokkra leit að réttri íbúð, sem þú áttir veg og vanda að, sýndir þú okkur íbúð sem hentaði okkar þörfum fullkomlega.Við erum því afskaplega þakklát fyrir þau samskipti sem við höfum átt við þig í sambandi við þetta. Samskiptin hafa verið mjög fagmannleg, og við fundum til ákveðins öryggis í báðum þessum viðskiptum

« TIL BAKA
Áslaug og Binni
12.06.15

Íbúðin okkar var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni.
einnig aðstoðuðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. 

« TIL BAKA
Katrín

Brynjólfur og Sylvía veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum.

« TIL BAKA
Sigríður Guðmundsdóttir

Brynjólfur og Sylvía veittu mér faglega og góða þjónustu þegar þau seldu íbúðina mína á mjög skömmum tíma.

« TIL BAKA
Sveinn
08.08.15

Binni sá algjörlega um allt umstangið í kringum söluna og eina hlutverk okkar var að samþykkja og skrifa undir kauptilboðið.
Topp þjónusta alla leið. Ég get hiklaust mælt með Binna og Sylvíu

« TIL BAKA
Rut og Óli

Oddur er frábær fasteignarsali. Vinnubrögð til fyrirmyndar. Samskipti góð og fagmannleg.
Topp þjónusta.

Kveðja Rut og Óli

« TIL BAKA
Magga Lena og Roberto

Ég hafði samband við Fasteignasölu Reykjavíkur vegna sölu á eign minni. Oddur kom og skoðaði og seldi húsið okkar á mjög stuttum tíma, taka skal fram að á svæðinu sem við bjuggum á var ekki mikið að gerast. Hann vann vinnuna sína hratt og vel. hafði 100% trú á eigninni allan tímann, sem gerði það að verkum að fólk sem skoðaði heillaðist einnig. Mér leið eins og hann væri bara að selja fyrir okkur. Við vissum allan tímann hvað var að gerast. Hann lét okkur alltaf vita hvað næsta skref væri.

« TIL BAKA
Guðrún Gunnlaugsdóttir

Oddur er áhugasamur og vandvirkur. Hann svarar spurningum fljótt og vel og fylgir vel eftir öllu sem þarf að sinna í því flókna ferli sem fasteignaviðskipti eru.

« TIL BAKA
Inga Ýr og Ingimar

Ég frétti af Oddi í gegnum mjög ánægðan viðskiptavin, hann stóð sko undir væntingum. Fór strax í að taka fallegar myndir og hélt opið hús, eignina seldi hann á núll einni. Hann leiðir mann í gegnum ferlið og upplýsir mann reglulega með næstu skref, það stendst allt sem hann segir. Oddur fær topp meðmæli.

« TIL BAKA