Hlíðarvegur 15
415 Bolungarvík

LÝSING

Opið hús: 20. september 2020 kl. 17:00 til 18:00.

HERA BJÖRK Lgf. & GUÐNÝ ÞORSTEINS aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi KYNNA: 
Glæsilegt og mikið endurnýjað 5 herbergja einbýli með palli, heitum potti og stórbrotnu útsýni í Bolungarvík.

** ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG Á SÝNINGUM VEGNA COVID19 **
** EINGÖNGU EINKASÝNINGAR Í BOÐI **

** VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN HÉR **
** EIGNIN VERÐUR EKKI SELD FYRIR OPIÐ HÚS **

Eignin er skráð 191,4 fm2 samkvæmt Þjóðskrá og samanstendur af forstofu, eldhúsi, borðstofu/stofu, sjónvarpsholi, 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, þvottahúsi/geymslu, sólríkum palli með heitum potti og rúmgóðum garði. Húsið var allt tekið í gegn og endurnýjað á árunum 2008-2018. 

EFRI HÆÐ
Forstofa:
Flísalagt. Hiti í öllum gólfi.
Eldhús: Rúmgott eldhús með fallegri hvítri innréttingu sem var hönnuð og teiknuð hjá EIRVÍK. Spanhelluborð, háfur og bökunarofn/örbylgjuofn frá EIRVÍK. Innbyggt ryksugukerfi er undir vaskaskáp í eldhúsi. Borðplatan er kvarts steinn frá S.HELGASON. Harðparket á gólfi og veggflísar á milli skápa.
Stofa/borðstofa: Er björt og rúmgóð með stórum gluggum sem vísa út á víkina með mjög fallegu útsýni. Harðparketi á gólfi. 
Hjónaherbergi: Gott herbergi með sér fataherbergi.  Harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Gestasnyrting með upphengdu salerni, handlaug og fallegri innréttingu. Flísar á veggjum og harðparket (vatnsþolið) á gólfi. 
Stigi: Fallegur steyptur stigi er á milli hæða, parketlagður með glerhandriði.  

NEÐRI HÆР
Svefnerbergi 1: Harðparketi á gólfi og fataskápur. 
Svefnerbergi 2: Harðparketi á gólfi og fataskápur. 
Svefnerbergi 3: Harðparketi á gólfi og lítið fataherbergi undir stiga. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, rúmgóðum sturtuklefa, handklæðaofni og handlaug með góðri innréttingu.
Geymsla/Þvottahús: Innrétting og tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Pallur: Gengið er út í garð af neðri hæð. Þar er góður garður með palli, heitum potti, þvottasnúrum og rými fyrir leiktæki að sumri. 

Húsið er svo að segja allt nýtt og eina sem eftir stendur af upprunalegu eigninni eru útveggirnir og góði andinn. 
Árið 2008 voru gerðar gagngerar endurbætur á þaki sem unnar voru af FESTING ehf. 
Árið 2010 var skólp endurnýjað og um leið var vesturhlið hússins drenuð.
Árið 2015 skipt var um alla glugga í húsinu og útihurð, allt viðhaldsfrítt frá GLERBORG og unnið af GÓK HÚSASMÍÐI.
Árið 2016 var byggður sólpallur í kringum heita pottinn sem er frá TENGI. Verkið var unnið af SMÍÐABOGANUM ehf.
Árin 2017-2018 var svo allt sem eftir var tekið í gegn og endurnýjað. Rifið var út í útveggi og öllu skipulagi breytt. Allar pípulagnir og rafmagn endurnýjað af PÍPULAGNIR HAFÞÓRS og RAFVERK RAFVERKTAKI. Loft á efri hæð hækkað og tekið upp í rjáfur. Mjög vandaðar lýsingar voru settar í loftin frá LJÓS & HÖNNUN og er öll lýsing frá PFAFF. Allir ofnar í húsinu voru fjarlægðir og vatnshiti lagður í öll gólf. ásamt innbyggðu ryksugukerfi frá EIRVÍK.
Árið 2020 var bílaplan fyrir framan húsið malbikað. Í eigninni er þriggja fasa rafmagn og því gert ráð fyrir tengi fyrir hleðslustöð sér áhugi fyrir slíku í framtíðinni. 

Á Bolungarvík er stutt í alla helstu þjónustu. Bæjarbragurinn er góður og bæjarbúar samheldið samfélag sem styður vel við hvert annað, menningu og mannlíf.
Góður skóli, leikskóli, sundlaug, verslanir og önnur þjónusta er öll í göngufæri.
Umhverfi Bolungarvíkur er ein stór útivistarparadís og of langt mál að telja eitthvað eitt upp umfram annað. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hera Björk, löggiltur fasteigna- og skipasali í s: 774-1477 eða á [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.


Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við fasteignasölu frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið [email protected] 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
191 M²
HERBERGI
5
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1954
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:55.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777