Grænahlíð 10
105 Reykjavík (Austurbær)

LÝSING

** BÓKIÐ TÍMA Í OPIÐ HÚS VEGNA 2M REGLU **
 
Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali kynna:
Sérlega fallega og bjarta þriggja herbergja íbúð með sér inngangi í litlu fjölbýli á þessum vinsæla stað í Hlíðunum. 
Húsið er nýlega sprunguviðgert og málað að utan og almennt viðhald verið gott. Íbúðin er vel skipulögð og herbergi í góðri stærð.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er íbúðin merkt 01-0001 og er birt flatarmál hennar 96,8 fm og er geymslan innan íbúðar. 
Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og eru þrjár hæðir og kjallari. Kjallarinn er þó lítið niðurgrafinn
Bókið skoðun hjá Þórdísi í síma 862-1914 eða á netfangið [email protected] Innan íbúðarinnar er: forstofa, gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. 
Komið er inn í flísalagða forstofu og er þaðan innangengt í sameign hússins, t.a.m. þvottahús og hjólageymslu.
Úr forstofunni er komið inn í parketlagðan gang sem er einnig miðrými íbúðar með fatahengi.
Svefnherbergin eru tvö og eru þau á hægri hönd við innkomu á ganginn ásamt baðherbergi.
Hjónaherbergið er innst á ganginum og er mjög rúmgott með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Barnaherbergi er í góðri stærð og er parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með baðkari og sturtu þar í, góðri innréttingu undir og við handlaug, upphengdu salerni, handklæðaofni og tveimur opnanlegum gluggum til loftunar.
Eldhúsið er bæði innangengt úr gangi og borðstofu og er bjart með hvítri innréttingu, viðarborðplötu, ljósi undir skápum, tengi fyrir uppþvottavél og er parket á gólfi. 
Stofan og borðstofan eru samliggjandi í björtu opnu rými með stórum gluggum sem snúa út í garðinn/ til suðurs og er parket á á gólfi.
Garðurinn er sameiginlegur en háttur hefur verið á að honum hefur þó verið skipt til helminga þar sem íbúð 0001 og 0101 eru með garðinn hálfann sunnan megin og allan austan megin; og íbúð 0201 og 0301 með garðinn hálfann sunnan megin og allan vestan megin.
Aðkoman er sérlega snyrtileg, hellulagt er fyrir framan húsið norðan megin og að inngangi íbúðar austan megin.
Í Sameign er sameiginlegt þvottahús þar sem hver íbúð er með sína vél og einnig er hjólageymsla sameiginleg.

Um er að ræða sérlega bjarta og fallega eign með sér inngangi miðsvæðis í Reykjavík.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og var búið að endurnýja rafmagstöflu í sameign, skipt um dúk á þaki, þakkantur lagaður, epoxy sett á þvottahús og pípulagnir endurnýjaðar þar; af fyrri eigendum íbúðar.
Hitalögn er í stétt við íbúðina.

Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected] 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.


Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
 
Heimasíða Fasteignasölu Reykjavíkur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 
 
 
 
 
3D - OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
3D myndataka er nýjung á Íslandi og fylgir öllum eignum sem koma í söluferli hjá mér.
Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í tölvu, síma eða snjalltæki, ferðast auðveldlega á milli herbergja með því að nota músina, örvatakkana á lyklaborðinu eða fingur og kynnt þér rýmið betur.
EKKI þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.
Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að vera í sambandi. 
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
96 M²
HERBERGI
3
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1960
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:51.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777