Litluvellir 9
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Litluvelli 9,  Grindavík fnr. 209-2071

Nánari lýsing:

Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 115,9 fm raðhús. Íbúðarhluti  90,1fm og bílskúr 25,8fm.  Húsið stendur á 356 fm lóð sem er leigulóð. Húsið er byggt árið 1985 og er steinsteypt. Komið er inn í forstofu og á hægri hönd eru svefnherbergi og baðherbergi. Á vinstri hönd er eldhús og inngangur í bílskúr hússins. Í enda íbúðar er stofa/borðstofa og þaðan er útgengt á sólpall og þar fyrir aftan er tyrfð grasflöt. Búið er að skipta út gluggum á bakhlið (austur) og setja plastglugga og einnig hurð út úr íbúð á sólpall.

3D - SMELLTU hér til að skoða ÞRÍVÍDDARMYNDATÖKU af eigninni. - 3D

SMELLTU hér til að fá sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina.


Aðkoma: Möl er fyrir framan húsið. Steypt stétt að útidyrum.

Forstofa: Flísar á gólfi. 
 
Stofa/borðstofa: Stofan er rúmgóð og er nýlegt parket á gólfi. Útgengt úr stofu á góðan sólpall með skjólveggjum.

Eldhús: Parket á gólfi.. Hvít og viðarlituð innrétting.  Sambyggð eldavél með ofni og viftu yfir. Gluggi á eldhúsi snýr í vestur. 

Baðherbergi: Flísar á gólfi.  Hvít innrétting með handlaug. Baðkar ot sturtuklefi eru í baðherbergi. Ekki gluggi en lofttúða í rýminu.

Svefnherbergi: Eru tvö og er parket  á báðum herbergjum. Fastur fataskápur er í hjónaherbergi.

Þvottahús: Inn af bílskúr er þvottahús með flísalögðu gólfi. Hillur á veggjum.

Bílskúr: Skúrinn er skráður 25,8 fm en í dag er léttur veggur sem skiptir honum í tvö rými. Í rými sem gengið er inn úr eldhúsi er góð geymsla og þvottahús þar inn af. Lítið mál er að taka þennan vegg og nýta þá skúrinn til fulls.

Lóð: Lóðin er á bak við hús og er rúmgóður timburpallur út af stofu og þar fyrir aftan tyrfð grasflöt.Einnig er lítil tyrft grasflöt fyrir framan húsið.


Litluvellir 9 er vel staðsett hús í miðju bæjarfélaginu. Húsið hentar vel fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig eða ungt fólk sem er að hefja búskap. Nýlegar innihurðir og parket er á íbúðinni.Útgengt úr stofu á góðan sólpall með skjólveggjum sem snýr í austur


Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali í gsm 861-7507 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.


 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Raðhús
STÆRÐ
115 M²
HERBERGI
4
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1985
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:35.800.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777