Fiskakvísl 30
110 Reykjavík (Árbær)

LÝSING

***EIGNIN ER SELD EN Í FJÁRMÖGNUN***

Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali kynna:

Rúmgóða 5 herbergja íbúð á jarðhæð í sex íbúðar fjölbýli miðsvæðis í Ártúnsholtinu.
Íbúðin er á tveimur hæðum: jarðhæð og kjallara og er innangengt í sameiginlegt þvottahús úr kjallara íbúðar.
Hellulögð verönd er til austurs og eru einnig rúmgóðar svalir til vesturs.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 119,4 fm. Geymslan er innan íbúðar og er sbr. teikningar 6,4 fm.
 
Upplýsingar um eign og bókun á skoðun veitir:
Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 862-1914 milli kl. 9:00 og 18:00 alla virka daga eða á netfangið [email protected]
 Á efri hæð íbúðar er forstofa, baðherbergi, hjónaherbergi, eldhús, stofa, borðstofa og herbergi.
Á neðri hæð íbúðar er herbergi, sjónvarpshol og geymsla.

Komið er inn í forstofu íbúðar með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Baðherbergið er á vinstri hönd og eru bæði sturta og baðkar. hvít innrétting undir- og við handlaug. Opnanlegur gluggi er til loftunar og eru flísar á gólfi, inni í sturtunni og upp við baðkarið. Baðherbergið var endurnýjað 2014.
Hjónaherbergið er nokkuð rúmgott með ljósum fataskápum og parketi á gólfi.
Eldhúsið, stofan og borðstofan eru í opnu parketlögðu rými og eru gluggar til austurs og vesturs.
Í eldhúsinu er hvítsprautuð innrétting með góðu skápaplássi, flísum á milli skápa og er háfur yfir eldavél. Öll tækin í eldhúsi voru endurnýjuð 2014 og einnig borðplata, vaskur og blöndunartæki. Eldhúsinnréttingin var einnig sprautuð hvít 2014. Útgengt er á hellulagða austur verönd sem er sérafnotareitur íbúðar. 
Borðstofan og stofan eru samliggjandi við eldhúsið og er nokkuð rúmgóð. Útgengt er á rúmgóðar vestur svalir úr stofunni.
Við stofuna er herbergi í góðri stærð með parketi á gólfi. 

Hringstigi er niður á neðri hæðina úr/við borðstofuna/stofuna.

Komið er niður á neðri hæð inn í sjónvarpsholið og er þar parket á gólfi og gluggi til vesturs.
Rúmgott herbergi er inn af sjónvarpsholinu með ágætis fataskápum og parketi á gólfi.
Léttur veggur er á milli sjónvarpsherbergis og herbergis og því hægt að taka niður vegginn og hafa eitt opið rými.

Gengið er inn í geymsluna úr sjónvarpsholinu og er hún sbr. samþykktar teikningar 6,4 fm. Veggfastar hillur fylgja með eigninni.
Úr geymslunni er hægt að ganga inn í sameign hússins og þaðan inn í þvottahúsið sem er sameiginlegt en hver íbúð er með sína vél.
Í sameign er einnig góð hjólageymsla í kjallara og er rampur við kjallarahurð sameignar.

Garðurinn er sameiginlegur og eru góð leiktæki fyrir börn. Stutt er í fallegar gönguleiðir í Eilliðaárdalinn sem er náttúruperla borgarinnar. Einnig er bæði leik- og grunnskóli í göngufæri.

 
SMELLTU HÉR og skoðaðu eignina í SÝNDARVERULEIKA 
Þú þarft að hafa Google eða Samsung síma og glerauga(Cardboard eða Gear VR) og viðeigandi app í símanum til þess að skoða þetta. 
HÆÐIN
KJALLARINN

 
Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected] 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.


Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
 

Heimasíða Fasteignasölu Reykjavíkur
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
119 M²
HERBERGI
5
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1983
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:49.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777