Leynisbraut 1
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna: Leynisbraut 1 fnr. 209-2009

Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 179,6 fm. Íbúðarhluti um 138 fm og bílskúr 41,6 fm. Húsið stendur á stórri 887 fm hornlóð. Húsið er byggt árið 1978 og bílskúr 1988 og er steinsteypt. Komið er inn í forstofu og inn af henni er geymsla en þar var gert ráð fyrir gestasnyrtingu og eru lagnir þar til staðar. Þegar komið er inn úr anddyri eru borðstofa og stofa á vinstri hönd. Eldhús er gengt anddyri og þar inn af á hægri hönd er þvottahús en á vinstri hönd er herbergi sem í dag er notað sem sjónvarpsherbergi en gæti nýst sem svefnherbergi. Á hægri hönd úr anddyri er svefnherbergisgangur og þar eru 3 svefnherbergi og baðhebergi sem og sjónvarpsrými en hægt væri að breyta því aftur í svefnhebergi og því væri hægt að ná 5 svefnherbergjum í heildina í húsinu.

3D - SMELLTU hér til að skoða ÞRÍVÍDDARMYNDATÖKU af eigninni.- 3D

SMELLTU hér til að fá sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina


Aðkoma: Möl er á plani að bílskúr og einnig er bílastæði við hlið steyptrar stéttar sem liggur að inngangi hússins.

Anddyri: Flísalagt gólf og góður fataskápur. Inn af anddyri er einnig geymsla sem hægt væri að nota sem gestasnyrtingu og eru lagnir þar til staðar.

Stofa/borðstofa: Flísalagt gólf í borðstofu en parket á stofu. Stórir gluggar til austurs.

Eldhús: Innrétting úr eik. Sambyggð eldavél frá Gorenje og er vifta yfir. Parket á gólfi.

Baðherbergi:  Hvít innrétting með háum og lágum skápum. Handlaug. Salerni. Þrír veggir flísalagðir sem og gólf. Sturtuklefi.

Svefnherbergisgangur: Svefnherbergisgangur er með parketi en í enda hans þar sem nú er sjónvarpsrými eru flísar á gólfi.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru í dag fjögur en eitt þeirra notað sem sjónvarpsrými. Hægt væri að breyta báðum sjónvarpsrýmum í dag í svefnberbergi og fá þá 5 svefnherbergi. Parket á gólfum nema í einu herbergjanna er korkparkett.

Þvottahús: Málað gólf og teppalagt yfir það. Góð nýleg innrétting og eru þvottavél og þurrkari staðsett í vinnuhæð í innréttingunni.

Bílskúr: Bílskúrinn er með rafmagni og vatni og er góður vinnuskúr.

Lóð:  Lóðin er einstaklega snyrtileg og í mikilli rækt og eru tveir góðir sólpallar annar úr herbergi inn af eldhúsi og snýr hann í suður. Hinn pallurinn er við bílskúr og snýr einnig í suður. 


Húsið er á góðum stað á stórri 887 fm hornlóð. Stutt í Grunnskóla Grindavíkur sem og Leikskólann Laut. Búið er að taka húsið töluvert í gegn. Búið er að endurnýja húsið að miklu leiti. Sett var lokað kerfi á miðstöð árið 2009 og þá var einnig skipt um neysluvatnslögn í húsinu. Settir voru nýjir plastgluggar í húsið árið 2006. Skipt var um pappa og járn á þaki árið 2005. Húsið hentar vel fyrir stórar fjölskyldur og lítið mál væri að hafa 5 svefnherbergi í húsinu. 


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
179 M²
HERBERGI
6
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1978
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:53.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777