Villa korum
953

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir:
Einstakt einbýli með stórri lóð í vinsælu hverfi á suð-vestur strönd Spánar.

Villa Korum - einbýli í Torrevieja
Húsið er byggt 2017 og er 130 fm að stærð á 514 fm lóð sem er flísalögð, hellulögð og að hluta gervigras. 
Einkasundlaug 3,5m x 7m. Einkabílastæði með rafmagnshliði.
Þakverönd er 110 fm með sturtu og nýjum fullkomnum heitum potti. Gert er ráð fyrir útieldhúsi. Einnig er leyfi fyrir að byggja 20 fm svítu/skrifstofu á þakverönd.
Svefnherbergi eru 3 öll rúmgóð með stórum fataskápum og þar af eitt herbergi með sér baðherbergi og fataherbergi.
Gestasalerni í alrými.
Rúmgott bjart eldhús með gluggum sem opnast út á verönd. 6 metra lofthæð í stofu.

Öll lýsing í húsinu er LED, fullkomin innbyggð loftkæling/hitun er í niðurteknu lofti í öllu húsinu, gólfhiti í baðherbergjum. Í báðum baðherbergjum eru upphengd salerni og innbyggð blöndunartæki í sturtum.

Húsið er staðsett í hinu vinsæla heilsárshverfi Ciudad Quesada/Dona Pepa sem er úthverfi ca. 10 mínútna akstri frá miðbæ Torrevieja. Akstur niður á strönd tekur um 7 mínútur. Verslanir og veitingastaðir í um 5 mínútna göngufæri og 10 mínútna göngu frá aðal verslunargötu Quesada. Stutt á La Marquesa golfvöllinn og ca 15 mín akstur á La Finca Golf. Í hverfinu er margskonar afreying við hendina.


Allar nánari upplýsingar veitir Oddur Grétarsson, s: 782-9282 eða á [email protected]

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
130 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2017
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777