Flétturimi 3
112 Reykjavík (Grafarvogur)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Flétturima 3, Reykjavík fnr. 204-0143

Falleg 90,7 fm íbúð á efstu hæð í 3. hæð í fjölbýli sem byggt var 1990. Íbúðarhlutinn er skráður 86,7 fm og geymsla 4 fm. Bílastæði í bílahúsi fylgir með eigninni ásamt hlut íbúðar í sameign og er fermetrafjöldi þess samkvæmt Þjóðskrá 29,5 fm en þessir fermetrar eru ekki skráðir í heildarfermetrafjölda íbúðarinnar. Komið er inn í forstofu og á vinstri hönd eru svefnherbergin tvö. Þar við hliðina er baðherbergi. Stofa er á hægri hönd og eldhús þar við hliðina og þvottahús/geymsla inn af eldhúsi.

3D - SMELLTU hér til að skoða ÞRÍVÍDDARMYNDATÖKU af eigninni. - 3D


SMELLTU hér til að fá sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina.


Nánari lýsing:

Aðkoma: Steyptar tröppur eru að inngangi í stigaganginn og er teppalagður stigi upp að íbúðinni á þriðju hæð.

Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur með glerhurðum.

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Útgengt er á svalir úr stofu.

Eldhús: Ný eldhúsinnrétting og var skipt um raf og vatnslagnir í eldhúsi um leið og innréttingin var sett upp. Innbyggð Siemens uppþvottavél, Eldunartækin eru vönduð og er Whirlpool spansuðuhelluborð og bakaraofn. Grohe blöndunartæki. Parket á gólfi.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö og er parket á gólfum þeirra beggja. Hvítir fataskápar eru í báðum herbergjum.

Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu og glerþili. Innrétting með handlaug. Salerni.

Þvottahús: Inn af eldhúsi er lítið rými sem nýtist sem þvottahús og geymsla. Flísar á gólfi. Hillur á veggjum.

Svalir: Útgengt er á svalir úr stofu og eru þær 7,8 fm en ekki lokaðar.

Geymsla: Læst geymsla er í kjallara hússins og er hún 4 fermetrar og eru hillur í rýminu.

Lóð: Lóðin er frágengin og eru malbikuð bílastæði fyrir framan húsið og grasflöt í kringum

Bílageymsla: Stæði í bílahúsi fylgir íbúðinni og er það rými í heildina skráð 29,5fm en skráist ekki í heildarfermetrafjölda íbúðarinnar. 


Íbúðin er falleg og vel skipulögð með nýrri fallegri eldhúsinnréttingu. Íbúðin hefur nýlega verið máluð að innan að mestu leiti. Innihurðir eru úr beyki. Góð staðsetning í Rimahverfi og er göngustígur sem liggur að skóla og leikskóla og því ekki þörf að fara yfir akbrautir á leið í skóla eða leikskóla.


Upplýsingar um hverfið: 

Skólar: Rimaskóli, Borgarholtsskóli, leikskólar og tónlistarskólar. Verslunar- og þjónustumiðstöðvar: 
í Spöng; Bónus og Hagkaup, veitingastaðir, vínbúð, bakarí, heilsugæsla, apótek, bókasafn, blómabúð, fiskbúð ofl.
Í Höfðabakka: Krónan, Mathöllin, fjöldi veitingastaða og fjöbreytt þjónusta. 
Þjónustukjarni í stuttu göngufæri: Apótek, veitingastaður, tannlæknir, snyrti- og hárgreiðslustofa o.fl.


Afþreying, útivist og íþróttir:
Góðir göngu- og hjólreiðastígar. 
Upphitaður stígur í Langarima að Spöng.
Stutt í góð útivistarsvæði, t.d. út í Geldingarnes - fjaran og kajakklúbbur.
Golfvöllur og listamiðstöð á Korpúlfsstöðum.
Egilshöll með kvikmyndahúsi, veitingastöðum og íþróttamiðstöð.
Sundlaug og íþróttamiðstöð Fjölnis ásamt skíðasvæði.
Frístundamiðstöð og Skemmtigarðurinn í Gufunesi.


Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected]

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu.Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
90 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1990
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:42.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777