Þórðarsveigur 6
113 Reykjavík (Grafarholt)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís löggiltur fasteignsali kynna NÝTT Í SÖLU:
 
Falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja útsýnisíbúð í Grafarholtinu ásamt stæði í bílageymslu.
Lyfta er í húsinu.
Eignin er á efstu hæð, útsýni til allra átta, skjólgóðar svalir og allar innréttingar, hurðar og tæki nýjar frá því í desember 2018 sem og ný gólfefni.
Gólfhiti var lagður í eignina 2018 og er hitastýring í hverju rými fyrir sig.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 101,8 fm og er íbúðarrýmið sjálft 95,3 fm og geymsla á hæð 5,6 fm.
 
Bókið skoðun og fáið allar nánari upplýsingar hjá Þórdísi í síma 862-1914 eða á netfangið [email protected]

Í íbúðinni er forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, stofa, borðstofa og eldhús.
Komið er inn í flísalagða forstofu með nýjum fataskáp. Þaðan er komið inn í opið rými þar sem eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi.
Eldhúsið er með hvítri háglans innréttingu frá IKEA og einnig öll tæki. Span helluborð, kolavifta, innbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur og hvít granítborðplata.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi eldhúsi og er parket á gólfi. Útgengt er á suðvestur svalir úr stofunni og er hitalögn / snjóbræðsla í svalargólfi.
Baðherbergið endurnýjað 2018 er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting á vegg m/granítvaski og borðplötu, speglaskápur á vegg, upphengt salerni, baðkar m/sturtugleri, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottahúsið endurnýjað 2018 er með flísum á gólfi, opnanlegum glugga, innréttingu á vegg með plássi fyrir þvottavél, þurrkara, vaski og fleiru. Stórir fataskápar frá IKEA eru einnig í þvottahúsi í stað þess að vera í hjónaherbergi.
Hjónaherbergið er rúmgott  með glugga bæði til norðurs og suðurs. Brunaútgangur er út um glugga til norðurs - en það er flóttaleið á þak húss nr. 4.
Barnaherbegin eru tvö og eru bæði rúmgóð með tvöföldum fataskápum.
Harðparket er á allri íbúðinni utan votrýma en þar eru flísar.
Gardínur eru einnig frá 2018.
Garður er sameiginlegur Þórðarsveig 2-6 og er hann gróinn og leiktæki eru fyrir börnin.
Húsfélagið er fyrir Þórðarsveig 2-6.
Bílastæði í bílageymslu fylgir eigninni og er það annað stæðið frá inngangi í Þórðarsveig 6 og merkt B-28. - búið að draga fyrir hleðslu rafmagnsbíla.
  
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011 og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]

Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected] 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
101 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
2003
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:49.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777