Kirkjusandur 5
105 Reykjavík (Austurbær)

LÝSING

****EIGNIN ER SELD EN ÞÓ MEÐ FYRIRVARA****
Mikill áhugi var fyrir eigninni og vantar mig því fleiri sambærilegar eignir á skrá.
Hafðu samband við mig í síma 862-1914 eða [email protected]Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali kynna nýtt í sölu:
Falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð m/ hellulagðri afgirtri verönd í góðu fjölbýli með lyftu og stæði í bílageymslu á besta stað.
Í sameign er dekkjageymsla fyrir hverja íbúð - æfingasalur og einnig ágætis púttvöllur á sameiginlegri lóð Kirkjusands 1-5.
Á vegum húsfélagsins: Kirkjusandur 1-5, er starfandi húsvörður sem er búsettur á staðnum er húsfélagið sérlega vel rekið.

***Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2021 er 46.850.000.-***


Bókið skoðun hjá Þórdís í síma 8621914 eða á netfangið- [email protected]**


Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 90,7 fm og er íbúðarrýmið sjálft 84,9 fm og geymsla í kjallara 5,8 fm.
Dekkjageymslan er utan skráðra fermetra.
Innan íbúðar er forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

SMELLTU HÉR og skoðaðu eignina í 3-D, þrívíðu umhverfi.
** ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR**
Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D. Bara smella á hlekkinn og nota músina eða örvatakkana á lyklaborðinu til að labba um eignina. Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að vera í sambandi
.


Lýsing á íbúð á hæð:
Í forstofunni eru rúmgóðir fataskápar og parket á gólfi.
Í eldhúsi er góð mahogony innrétting með flísum á milli skápa, veggföstu borði, opnanlegum glugga, tengi fyrir uppþvottavél og parketi á gólfi.
Stofan og borðstofan eru í samliggjandi björtu rými með parketi á gólfi og er útgengt á hellulagða verönd úr borðstofu.
Svefnherbergin eru tvö og eru bæði í góðri stærð, með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með sturtuklefa og ágætis innréttingu undir og við handlaug.
Í sameign sem er öll hin snyrtilegasta er hjólageymsla, geymsla íbúðar sem er 5,8 fm með veggföstum hillum og einnig fylgir dekkjageymsla öllum íbúðum.
Þvottahúsið er í sameign og er hver með sína vél.
Húsfélagið samanstendur af Kirkjusandi 1, 3 og 5 og er starfandi húsvörður búsettur á staðnum sem sér um alla umhirðu innan sem utan.
Húsfélagið er með æfingasal staðsettan í Kirkjusandi 3. Á lóðinni er virkilega gott afþreyingarsvæði fyrir allan aldur. Þ.e. púttvöllur og leiktæki fyrir börnin.
Ekkert starfandi húsfélag er fyrir Kirkjusand 5 eitt og sér. 
Stæði í bílageymslu er merkt nr.38 og er staðsetta við inngang í sameign.
Um er að ræða sérlega góða eign í góðu fjölbýli  sem vert er að skoða.

SMELLTU HÉR og skoðaðu eignina í SÝNDARVERULEIKA 
Þú þarft að hafa Google eða Samsung síma og glerauga(Cardboard eða Gear VR) og viðeigandi app í símanum til þess að skoða þetta. 
 
 
Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected] 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.


Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
 
Heimasíða Fasteignasölu Reykjavíkur
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
92 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1996
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:48.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777