Vikurskarð 12a
221 Hafnarfjörður

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR og Edwin Árnason lgf. kynna nýtt til sölu.  

Nýtt og glæslegt, 5 herbergja, tvílyft, 165,7 fm. parhús að Vikurskarði 12a, 203 Hafnarfjörður.  Falleg staðsetning í nýlegu hverfi og mikið og fallegt útsýni til fjalla.
Húsið er tveggja hæða.  Efri hæð skiptist í: forstofu, geymslu, gestasnyrtingu, eitt herbergi og alrými með stofu og eldhúsi og góðar suðursvalir.
Neðri hæð skiptist í:  þrjú herbergi, gott baðherbergi með innréttingu fyrir þvottavél og gott sjónvarpshol.  Útgengt er út í garð frá sjónvarpsholinu.
Húsinu verður skilað fullkláruðu á byggingarstigi 7, samkvæmt skilalýsingu.  Innkeyrsla verður með möl og bakgarður verður sléttaður og sáð grasfræi í hann. 
Stórgrýti verður haganlega komið fyrir á lóðamörkum við næsta hús fyrir neðan.   Áætluð skil á húsinu fullkláruðu er í lok ágúst 2020


SMELLTU HÉR til að skoða eignina í 3-D

Allar nánari upplýsingar veitir Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893 2121 eða [email protected]

SMELLTU HÉR til að fá söluyfirlit sent beint af vef fr.is


Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri,  innan gegnt er í gestasnyrtingu og geymslu úr anddyri.  Frá anddyri er gangur, gengið er inn í herbergi frá gangi og stigi niður á neðri hæð er frá gangi.  Alrými við enda gangs, þar sem er eldhús,
borðstofa og stofa, útgengi út á góðar suðursvalir frá stofu.
Anddyri:  flísalagt og með fataskáp.
Gestasnyrting:  flísalögð og með lítilli innréttingu, upphengdu salerni og sturtu, innan gengt frá anddyri.
Geymsla: innan gengt er í rúmgóða geymslu frá anddyrir, einnig er geymslan opnanleg út á bílastæði.
Gangur: parketlagður með harðparketi, stigi niður á fyrstu hæð er frá gangi.
Herbergi: parketlagt með harðparketi og er með fataskáp.
Alrými:  Alrými er með eldhúsi, borðstofu og stofu.  Útgengi er út á góðar suðvestur svalir frá stofu.
Eldhús:  eldhúsið er með fallegum innréttingum frá Ikea, veggskápum og neðriskápum, gott vinnupláss og borðplata er frá Byko.
Stofa:  stofan er nokkuð rúmgóð og björt og með mikið og fallegt útsýni til fjalla. 

Neðri hæð.
Komið niður stiga frá efri hæð.  Þrjú góð herbergi, baðherbergi og sjónvarpshol, útgengi er út í bakgarð frá sjónvarpsholi.
Hjónaherbergi:  hjónaherbergi er rúmgott og með harðparketi á gólfi og góðum fataskáp
Herbergi:  tvö svefnherbergi með harðparketi á gólfi og fataskáp
Sjónvarpshol:  rúmgott sjónvarpshol þar sem er útgengt út í bakgarðinn.
Baðherbergi:  baðherbergið er rúmgott og flísalagt og með góðri innréttingu, baðkari og upphengdu salerni.  Þvottavéla innrétting með tengjum fyrir þvottavél og þurrkara eru á einum vegg baðherbergis.

Grunnskóli er í stuttu göngufæri og íþróttahús Hauka og sundlaugin rétt hinumegin við hæðina.

Áætluð skil á húsinu fullkláruðu er í lok ágúst 2020


Allar nánari upplýsingar veitir Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893 2121 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Parhús
STÆRÐ
165 M²
HERBERGI
5
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2020
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:74.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777