Álfkonuhvarf 29
203 Kópavogur

LÝSING

** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN **

Mikill áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 


FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & HERA BJÖRK Lgf. KYNNA: 
Sjarmerandi og skemmtilega skipulögð 4ra herbergja útsýnisíbúð á 2.hæð í Álfkonuhvarfi 29 í Kópavogi með lyftu og stæði í bílageymslu, rétt við leik- og grunnskóla og vinsæl útivistarsvæði. 

** ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG Á "OPNU HÚSI" VEGNA COVID19. **
** EINGÖNGU EINKASÝNINGAR Í BOÐI Á FYRIRFRAM AUGLÝSTU OPNU HÚSI í 15 MÍNÚTUR HVER **
** BÓKA ÞARF TÍMA Í SKOÐUN FYRIRFRAM - [email protected]  **

Eignin er samtals 128,2 fm2 og samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, hjónaherbergi , tveim barnaherbergjum , baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. 

Nánari lýsing
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi og fataskáp. 
Eldhús /borðstofa:  Bjart og opið rými með góðri hvítri innréttingu og flísum á milli skápa.Tengi fyrir uppþvottavél. Parket á gólfi. Úr borðstofu er útgengi út á stórar og góðar svalir með mjög fallegu útsýni til Bláfjalla, Sandskeiðs og yfir Elliðavatn. Búið er að fá samþykki fyrir svalalokun hjá byggingarfulltrúa.
Stofa: Opið og bjart rými með parketi á gólfi. Íbúðin er endaíbúð og því með glugga tvo vegu til austurs og suðurs.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og góðir skápar.  
Herbergi 2: Parket á gólfi og skápur. 
Herbergi 3: Parket á gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með baðkari/sturtu.. Snyrtiaðstaða með góðri innréttingu. 
Þvottahús: Þvottahús er innan íbúðar. Innrétting með vaski og tengingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi. 
Geymsla: Í kjallara er rúmgóð 8 fm2 geymsla með hillum. 
Bílageymsla: Bílastæði merkt B09 í bílageymslu. Einnig er góður fjöldi bílastæða við húsið.

Nýtt parket var sett á íbúðina fyrr á þessu ári.
Eignin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi í Kópavogii, þar sem stutt er í alla þjónustu, verslun, grunnskóla, leikskóla, íþróttafélag og gönguleiðir við Elliðavatn og í Heiðmörk. Í fjölbýlishúsinu er lyfta og í sameign er hjólageymsla. Gott húsfélag er rekið í húsinu og viðhald með ágætum. Góð aðkoma er að húsinu.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

Ertu í fasteignahugleiðingum?

Ég hef starfað á Fasteignasölu Reykjavíkur frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið [email protected] 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
128 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2005
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:54.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777