Skólavellir 14
800 Selfoss

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & HERA BJÖRK Lgf. í samstarfti við FASTEIGNASÖLUNA BYR og Elínu Káradóttur Lgf. KYNNA : 
Vel skipulögð og rúmgóð 2ja herbergja íbúð í kjallara (merkt 00-01) á Skólavöllum 14 á Selfossi með stórum sameiginlegur garði á góðum stað miðsvæðis á Selfossi. 


** ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG Á SÝNINGUM VEGNA SAMKOMUBANNS. **
** EINGÖNGU EINKASÝNINGAR Í BOÐI Á FYRIRFRAM BÓKUÐUM TÍMA **
** VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ ELÍNU Í SÍMA 483-5800 eða [email protected] TIL AÐ BÓKA SKOÐUN. **


Eignin er skráð samtals 59.2 m² hjá Þjóðskrá Íslands og samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu/borðstofu, 1 svefnherbergi, baðherbergi, geymslu (11,9 m²) og sameiginlegu þvottahúsi. Allar nánari upplýsingar veitir Elín,  löggiltur fasteignasali 483-5800 / [email protected] eða 
Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 / [email protected] á milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 

Nánari lýsing
Andyri: Gengið inn um sameiginlega inngangur með sameign í kjallara. 
Eldhús:  Rúmgott eldhús með hvítri innréttingu. Flísar á gólfi. Borðplötur í eldhúsi klæddar með míkrósementi.
Stofa/borðstofa: Rúmgott rými með flotuðu gólfi og míkrósement klæðningu. Nýr milliveggur í stofu. 
Svefnherbergi: Ágætlega stórt með flotuðu gólfi og míkrósement klæðningu.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, upphengdu salerni og rúmgóðum sturtuklefa með nýjum blöndunartækjum.  Veggir og sturtuhólf var nýlega klætt með míkrósementi (micro cement). Flísar á gólfi. 
Geymsla: Geymsla er 5,9 m² og er beint á móti inngangi í íbúð. 

Íbúðin er vel staðsett í þessu gamalgróna hverfi á Selfossi og í mjög þægilegu göngufæri við verslanir og þjónusti, skóla og frábæra líkamsræktaraðstöðu og sundlaug.

Nýlegar framkvæmdir í íbúð: 
Veggir, loft og gluggar er nýmálað.
Opnanlegt fag í stofuglugga verður endurnýjað og er í pöntun.
Ofnalagnirnar á efri hæðum láku og gert var við það af Lagnaþjónustunni. Í kjölfarið var veggur á milli stofu og herbergis endurnýjaður. Íbúðin er með sér ofankerfi sem er var metið í lagi af lagnaþjónustunni. 
Komið er að viðhaldi á húsinu utanverðu og sameign. 
Ekkert húsfélag er starfandi í húsinu. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað á Fasteignasölu Reykjavíkur frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið [email protected] 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
59 M²
HERBERGI
2
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
1
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1958
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:17.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777