Kögursel 11
109 Reykjavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur ásamt Þórdísi Davíðsdóttur lgf.  og Guðbjörgu Helgu lgf. kynna Kögursel 11, 109 Reykjavík:

Fallegt, vel skipulagt og vel við haldið 229,1 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr.
Sérlega fallegur og aflokaður garður umhverfis húsið með rúmgóðri viðarverönd að mestu og hellulagt að hluta.
Innkeyrsla er með hleðslugrjóti og snjóbræðslukerfi. Ný bílskúrshurð - sett í 17.júní 2020
Tvennar svalir auk þess sem opið er yfir á þak bílskúrs.

**Tilvalið fjölskylduhús - Möguleiki á 6 svefnherbergjum - 5 á efri hæð hússins og 1 á neðri hæð**
 
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa með hvítum flísum og rúmgóðum fataskáp.
Gestasalerni er með handklæðaofni, sturtu, salerni, handlaug, opnanlegum glugga og flísalagt er í hólf og gólf.
Stofurnar eru tvær í opnu rými með fljótandi eikarparketi. Möguleiki er að útbúa herbergi þar sem nú er borðstofa. Gluggar eru til þriggja átta og er útgengt á sjarmerandi viðarverönd sem liggur frá suð-austan og yfir á suð-vestur hlið hússins.
Eldhúsið er rúmgott og bjart með dökkri u-laga innréttingu, keramikhelluborði, gufugleypi, tveimur ofnum en annar er minni og er einnig örbylgja. Rúmgóður borðkrókur og er fljótandi parket í framhaldi af stofum og gangi.
Geymsla er við eldhús og liggur hún í L undir steyptan stigann.
Þvottahús er mjög rúmgott með góðri vinnuaðstöðu. Hvít innrétting með miklu skápa- og borðplássi og dúkur á gólfi. Útgengt er í garðinn úr þvottahúsinu og þar við hliðina er á hægri hönd útidyrahurð inn í bílskúrinn.


Efri hæð:
Fjögur svefnherbergi og möguleiki á því fimmta þar sem nú er sjónvarpshol. Öll herbergin eru björt, rúmgóð og með parketi á gólfum.
Herbergi 1 er með tvöföldum fataskáp. Herbergi 2 er einnig með tvöföldum fataskáp, útgengi á svalir en þaðan er jafnframt hægt að ganga út á bílskúrsþakið. 
Herbergi 3 er hjónaherbergið sem er mjög rúmgott með góðu skápaplássi og útgengi á góðar svalir. Herbergi 4 er minnsta herbergið og er það nýtt sem skrifstofa í dag.
Baðherbergi er með baðkari, innréttingu undir og við handlaug, spegli með góðri lýsingu, salerni, þakglugga og ljósar flísar eru á gólfi.
Háaloft er yfir húsinu með góðu geymsluplássi og er samanbrjótanlegur stigi. Opnanlegir gluggar eru á báðum endum háalofts og er hægt að nýta rýmið í annað en geymslu.

Bílskúrinn er 33,6 fm. Hann afhendist með nýrri rafdrifinni bílskúrshurð. Hitaveita, rafmagn, kalt og heitt vatn. Einnig er útidyrahurð aftan við bílskúr og garðhlið að almennu bílastæði. Möguleiki er að útbúa aukaíbúð í bílskúrnum.
Garðurinn er gróinn, skjólgóður og aflokaður umhverfis íbúðarhúsið með fallegri viðarverönd að mestu og hellulagður að hluta. 
Stutt er í bæði grunn- og leikskóla sem og alla þjónustu. Sérlega barnvænt hverfi og fallegar gönguleiðir allt um kring og innan hverfis.
 
Eignin Kögursel 11 er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Eign 205-6107, nánar tiltekið eign merkt 01-01 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt heildarstærð er 229.1 fm, þar af bílskúr 33,6 fm. Einnig er háaloft sem er utan fermetratölu. 

Bókun skoðunar og allar nánari upplýsingar veita:
Þórdís Davíðsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 862 1914,  netfang; [email protected]
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali í síma 897 7712, netfang; [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
229 M²
HERBERGI
7
STOFUR
3
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1982
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:84.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777