Tjarnarbrekka 10
225 Álftanes

LÝSING

*** NÝTT Í SÖLU ***

Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís Davíðsdóttir lgf kynna :

Glæsilegt 6-7 herbergja einbýlishús á einni hæð í sérlega fallegu umhverfi á Álftanesi, Garðabæ. Í húsinu eru 5 svefnherbergi.
Eignin er sérlega vel staðsett í hverfinu með fallegt útsýni og verður ekki byggt þar sbr. gildandi deiliskipulag. Sérlega falleg verönd er við húsið - heitur pottur og nýlegir skjólveggir.
Fljótandi parket er á öllu nema forstofu, votrýmum, eldhúsi og bílskúr. Allar eikar innréttingar og hurðar eru sérsmíðaðar af Fagus Innréttingum.
Eignin er hin glæsilegasta - gólfsíðir gluggar í stofu og er mikil lofthæð í öllu húsinu.
Gólfhiti er í öllu íbúðarrými hússins og er sérlega góð lýsing allt um kringum húsið. ICON hitastýringarkerfi.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 265,3 fm og er íbúðarrýmið 218,8 fm og innangengur bílskúr 46,5 fm.

**Fyrirhugað fasteignamat 2020 er 103.300.000.-**

Upplýsingar um eign og bókun á skoðun veitir:
Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 862-1914 milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga eða á netfangið [email protected]

 

Í húsinu er forstofa, *fimm svefnherbergi, þvottahús, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, stofa, borðstofa, eldhús og bílskúr.
Komið er inn í flísalagða rúmgóða forstofu með stórum fataskápum. Innúr forstofunni eru baðherbergi, svefnherbergi og þvottahúsi.
Baðherbergið er rúmgott með hvítri innréttingu undir handlaug með steini, upphengdu salerni og sturtu. 
Svefnherbergi 1 er mjög rúmgott með stórum eikar fataskápum og parketi á gólfi.
Þvottahúsið er mjög rúmgott með mjög miklu skápaplássi. Eikar innrétting beggja vegna og þá skápar sem ná upp í loft en gengt þeim er vaskur, vinnuborð með skápum þar undir og þvottavél og þurrkari í hleðsluhæð.
Bílskúrinn er innangengur úr þvottahúsi.

Komið er inn úr forstofunni í miðrými hússins og er sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi og baðherbegi vinstra megin en stofan, borðstofan og eldhúsið hægra megin.
Sjónvarpsholið er rúmgott með innfelldum ljósum í lofti og parket á gólfi.
*Svefnherbergi 2 er á teikningu skráð geymsla en nýtist sem svefnherbergi og er í ágætis stærð með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 3 er hjónaherbergið sem er af stærri gerðinni og er með opnum fataskápum á einum veggnum og parketi á gólfi.
Baðherbergið er mjög rúmgott með hvítri innréttingu undir handlauginn og er steinn á innréttingunni sem borðplata., baðkar, sturta, upphengt salerni, handklæðaofn og útgengt er á verönd þar sem er heitur pottur. Blöndunartæki eru innfelld, Led lýsing er undir baðkari, innfelld ljós í lofti og flísar á gólfi og upp á veggi.
Svefnherbergi 4 og 5 eru hlið við hlið og spegilmynd af hvort öðru, með góðu skápaplássi, sér smíðaðri veggfastri kommóðu og parketi á gólfi.
Stofan og borðstofan eru í rúmgóðu, björtu samliggjandi rými við eldhúsið. Gólfsíðir gluggar til suðurs og vestur, rafdrifin opnanleg fög en einungis mótor tengdur á eitt þeirra. Parket er á gólfi og útgengt er á viðarverönd úr borðstofu.
Í eldhúsinu er sérsmíðuð eikar innrétting og er eyja fyrir miðju eldhúsinu. Nýtt span helluborð er í eyjunni og er hvítur steinn á eyjunni og hliðum hennar. Rými er fyrir fjóra há/bar -stóla við eyjuna. Gott skápapláss er bæði í innréttingu á vegg og í eyju og er hún að mestu útdraganlegar skúffur. Tveir bakarofnar eru í innréttingunni en annar er aðeins minni og er einnig örbylgjuofn, tengi er fyrir uppvottavél og er gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingunni. Gluggar eru á tveimur hliðum eldhússins, gólfsíðir á annarri hliðinni og eru flísar á gólfi. GIRA dyrasímakerfi er í húsinu - fyrir miðju húsinu og í hjónaherbergi.
Lóðin er 926 fm eignarland - sem liggur að "opnu svæði" sunnan megin, getur þar orðið mikið fuglulíf og er náttúran svo til ósnortin þar.
Viðar verönd er sunnan og vestan megin við húsið. Nýlega endurnýjaðar skjólgirðingar vestan megin, heitur pottur með nuddstillingum og sérsmíðuðu loki frá seglagerðinni er sunnan megin á veröndinni. Góð geymsla er í veröndinni fyrir sessur og fleira.
Allt trévert var endurnýjað að utan 2019
Allt varðandi raflagnir og tengla er frá Berker. Lýsing að utanverðu er stillt inn á birtustýringu..

Bílskúrinn er 46,5 fm og er bílskúrshurð nýlega endurnýjuð og er frá Héðni. Innkeyrslan er hellulögð og er aðkomon hin snyrtilegasta fyrir framan húsið. Góð lýsing er í öllu húsinu innan sem utan. ICON hitastýringarkerfi.
Skólahverfið er innan Álftanes upp í 10.bekk.

Um er að ræða sérlega fallega og vel skipulagða eign sem vert er að skoða nánar. 
Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected] 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.


Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
 
Heimasíða Fasteignasölu Reykjavíkur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
265 M²
HERBERGI
6
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
5
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2007
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:119.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777