Bæjarlind 7
201 Kópavogur

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Bæjarlind 7 fnr. 236-1532

Falleg 122,7 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli sem byggt var 2017. Íbúðin er skráð 114,9 fm og geymsla er skráð 7,8fm. Sérinngangur er í íbúðina og er timburverönd þar með skjólveggjum. Einnig er inngangur í gegnum sameiginlegan inngang í húsið. Þegar komið er er inn í forstofu er eldhús og borðstofa og svo stofa á vinstri hönd. Gengið er svo inn gang að svefnherbergjum og baðherbergi og er þvottahús þar og fataskápur einnig á ganginum. Við enda gangins er svo hinn inngangurinn í íbúðina. Á hægri hönd þegar komið er inn ganginn eru svefnherbergin tvö og baðherbergi. Læst geymsla er svo á hæð fyrir neðan sem og sameiginleg hjóla og vagnageymsla.

 3D - SMELLTU hér til að skoða ÞRÍVÍDDARMYNDATÖKU af eigninni. - 3D


SMELLTU hér til að fá sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina.Nánari lýsing:

Aðkoma: Gengið er frá malbikuðum merktum bílastæðum að timburverönd með skjólveggjum sem er fyrir framan sér-innganginn að íbúðinni

Forstofa: Flísalagt gólf er þegar komið er inn í íbúðina í gegnum sameiginlega innganginn. Sérinngangurinn er í gegnum borðstofu/eldhús og þar er harðparket á gólfi.

Stofa/borðstofa: Harðparket á gólfi. 

Eldhús: Falleg innrétting þar sem blandað er saman sprautulökkuðum hvítum og dökkbrúnum viði. Bakaraofn frá AEG. Innbyggð uppþvottavél. Eyja er í eldhúsi með spansuðuhelluborði og fallegum gufugleypi. Borðplötur í eldhúsi eru úr hvítum steini.

Herbergi:  Svefnherbergin eru tvö og eru bæði með harðparketi á gólfi og fataskápum.

Baðherbergi: Flísalagt er í hólf og gólf og er góð innrétting með steinborðplötu. Upphengt salerni. Sturtuklefi með glerþili. Hvítur handklæðaofn.

Þvottahús: Hvít innrétting með vaski. Flísar á gólfi.

Svalir: Útgengt er á svalir bæði úr eldhúsi og hjónaherbergi. Svalir eru 5,4 fm og eru ekki lokaðar og því ekki inni í fermetrafjölda hússins.

Geymsla: Læst geymsla 7,8 fm er á jarðhæð hússins.

Lóð: Lóðin er frágengin með merktum bílastæðum.


Íbúðin er virkilega falleg og vel innréttuð. Góður pallur við sérinngang og svo góðar svalir einnig. Hvítar innihurðir og allt efnisval í íbúðinni mjög vandað. Frábær staðsetning með tilliti til allrar þjónustu.


Allar nánari upplýsingar veitir: Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected] -

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
122 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2017
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:61.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777