Flétturimi 33
112 Reykjavík (Grafarvogur)

LÝSING

**EiGNIN ER SELD EN ÞÓ MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN. ÞÚ GETUR SETT ÞIG Á BIÐLISTA FARI ÍBÚÐIN AFTUR Í SÖKUFERLI MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Mikill áhugi var fyrir eigninni. Ég óska eftir fleiri eignum í Grafarvogi og Grafarholti á söluskrá. Hafðu samband ef þú ert í söluhugleiðingum í síma 897 7712

Fasteignasala Reykjavíkur og Guðbjörg Helga lgf. kynna Flétturima 33, 112 Reykjavík:

Vel skipulögð og snyrtileg 67,1 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérverönd og garði í Rimahverfi, Grafarvogi. Eignin er staðsett neðst í botnlanga á góðri sameiginlegri lóð.  Tvær íbúðir deila inngangi og sameiginlegri forstofu. Í forstofu er gengið inn í þvottahús sem liggur milli tveggja innganga og deila því 4 íbúðir þvottaherbergi. Sérgeymsla er í kjallara hússins ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu í kjallara og annarri minni á jarðhæð (köld).  Húsið hefur fengið reglulegt viðhald. Í nærumhverfi er leikskóli, grunnskóli, menntaskóli, sundlaug og öll helsta þjónusta, s.s. í Egilshöll, Dalhús, Spöngin og Borgarholtsskóli. Snyrtilegt umhverfi og stór, sameiginlegur garður með leiktækjum. Tilvalin fyrstu kaup. ÍBÚÐIN ER LAUS FLJÓTLEGA EFTIR KAUPSAMNING.
Tvær íbúðir deila inngangi og sameiginlegri forstofu.

SKOÐAÐU ÍBÚÐINA BETUR Í ÞRÍVÍDD (3-D) HEIMA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nánari lýsing:
Fljótandi parket á anddyri, stofu og eldhúsi. Dúkur á baðherbergi og svefnherbergi.

Anddyri/hol: Nett þar sem er fataskápur fyrir yfirhafnir og gengið úr því í önnur rými eignar.
Stofa: Björt stofa með stórum glugga og útgengi út á hellulagða einkaverönd og lítinn garð til sérafnota. Gras og runnar.
Eldhús: Tveir inngangar, úr holi og stofu svo hægt er að ganga hring. Hvít/beyki innrétting. Eldavél, vifta. Ljósar flísar milli efri og neðri skápa. Tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergi: Bjart með góðum fataskáp með álímdum speglum. Vínildúkur á gólfi
Baðherbergi: Viðarinnrétting undir handlaug og hár skápur. Baðkar með sturtuaðstöðu. Flísar kringum baðkar. Góður spegill með lýsingu. Vínildúkur á gólfi.
Geymsla: Rúmgóð sérgeymsla í kjallara hússins alls 7 fm
Þvottahús: Sameiginlegt með þremur öðrum íbúðum. Gengið inn í það framan við íbúð í sameignarrými.
Sameign: 2 hjóla- og vagnageymslur, ein í kjallara og önnur köld á jarðhæð.

SÆKTU ÞÉR SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST Á SÍÐU FASTEIGNASÖLUNNAR MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Eignin Flétturimi 33 er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Eign með fastanr.  203-9848, eign merkt 01-02, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt stærð er 67.1 fm, þar af geymsla í kjallara hússins merkt 00-05 alls 7,0 fm.

Bókun skoðunar og allar nánari upplýsingar veitir:
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir Löggiltur fasteignasali
símI 897-7712
netfang: [email protected]
FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR, SKEIFUNNI 17


ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? ÉG BÝР FRÍTT OG SKULDBINDINGALAUST SÖLUVERÐMAT Á ÞÍNA EIGN, SMELLTU HÉR.

 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
67 M²
HERBERGI
2
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
1
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1993
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:33.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777