Lágengi 8
800 Selfoss

LÝSING

*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***

Áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR


FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & HERA BJÖRK Lgf. KYNNA: 
Rúmgott og mikið endurnýjað 5 herbergja einbýli við Lágengi 8 á Selfossi með góðum garði, palli og bílskúr sem einnig er hægt að nýta sem íbúð. 

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá Íslands: eign merkt 0101-01, fastanúmer 218-6548, birt stærð samtals 176 fm2. Eignin  samanstendur af forstofu, eldhúsi, borðstofu og stofu, 4 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og 48 fm2 bílskúr og geymsluskúr í bakgarði sem er ekki inni í fermetrafjölda.   

Nánari lýsing
Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur með rennihurð. 
Eldhús: Bjart og rúmgott með góðri dökkri innréttingu og flísum á vegg. Stór eyja með mjög góu vinnuplássi og geymslurými. Tengi fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa: Opið og bjart rými sem tengist eldhúsi með parketi á gólfi. 
Hjónaherbergi: Parketi á gólfi og fataskápar. 
Herbergi 1: Parket á gólfi og fataskápur. 
Herbergi 2: Parket á gólfi. Fataskápur á herbergisgangi
Herbergi 3: Parket á gólfi. Fataskápur á herbergisgangi
Baðherbergi: Nýlega flutt, stækkað og endurgert frá A-Ö. Flísalagt í hólf og gólf með hita í gólfi, upphengdu salerni, horn nuddbaðkari, stórri aðgengilegri sturtu, innrétting með skúffum og tvöföldum vask,  speglaskápur, handklæðaofn, hiti í gólfi og rennihurð.
Þvottahús: Er núna staðsett í því rými sem áður var baðherbergi.  Með ágætis innréttingu með vaski og tengingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísalagt í hólf og gólf.
Bílskúr: Góður 48 fm2 bílskúr með góðu geymslurými. Í bílskúrsíbúð er lítil eldhúsinnrétting og eldavél, baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Fyrir frama bílskúr er rúmgóð innkeyrsla með tengi fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Núverandi hleðslustöð fylgir ekki. 

Húsið er vel staðsett í þessu gamalgróna og vinsæla hverfi á Selfossi og í mjög þægilegu göngufæri við leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, verslun og leiksvæði. Við vesturenda hússins er stórt opið grænt svæði, þar var áður leikvöllur á vegum bæjarins en nýtist nú íbúum í Lágengi 8 vel til útiveru og leiks. Leikvelli má finna í næstu götum allt í kring.
Leyfi er fyrir gæludýr þar sem þetta er sérbýli. 

Eigninni hefur verið vel viðhaldið undanfarin ár og margt endurnýjað .  
2014-2015 Eldhús og stofa sameinað í eitt rými. Eldhúsinnrétting endurnýjuð var sett upp ásamt náttúrustein/flísum sem flæða inn allan herbergjaganginn og forstofu. Lítil íbúð útbúin í bílskúr og þak og gluggakarmar að utan málað. 
2016 var jarðvegsskipt í lóð og þökulagt upp á nýtt. Geymsluskúr frá Húsasmiðjunni settur upp í bakgarði. Skúrinn fylgir með eigninni.
2017 voru ofnakranar endurnýjaðir á alla ofna í íbúðarhúsi og bílskúr. Settar upp veggflísar í eldhúsi. 
2018-2019 var þvottahúsi og búri breytt í aðal baðherbergi heimilisins. Allar lagnir endurnýjaðar á baðherbergi og þvottahúsi 2019.
Innihurðar voru teknar í gegn og lakkaðar hvítar ásamt því voru hurðahúnar teknir og hreinsaðir og sprautaðir mattsvartir.
2020 var tréverk í öllum gluggum pússað og lakkað að innanverðu. Herbergjagangur og barnaherbergi málað. 
Rafmagns- og vatnslagnir lagðar í þvottahús.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk


Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað á Fasteignasölu Reykjavíkur frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið [email protected] 
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
176 M²
HERBERGI
5
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1978
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:49.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777