Hagasel 38
109 Reykjavík

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & SALVÖR DAVÍÐS lgf. KYNNA
Reisulegt timburhús á tveimur hæðum á steyptum sökkli ásamt stórum bílskúr með geymslurými í kjallara innst í botnlanga í Hagasel. Næg bílastæði, stutt í skóla, leikskóla og ýmsa þjónustu í næsta nágrenni. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika.
### SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN ##

Allar nánari upplýsingar veitir Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 á milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga eða á netfangið [email protected]
Nánari lýsing: Eignin samanstendur af forstofu, holi, eldhúsi, borðstofu, stofu, sjónvarpsrými, 5 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, þvottahúsi, stórum bílskúr sem má nota í iðnað og geymslurými í kjallara undir bílskúr og húsi ásamt stórri innkeyrslu, garð og sólpalli. 

Neðri hæð (108,3 fm):
Komið er inn í bjarta forstofu með fatahengi. Inn af forstofu er gestasnyrting og lítið búr. Þaðan er hægt að fara bæði inn í eldhús og hol. Eldhús er bjart og gott með hvítri og beyki innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél og opið inn í borðstofu. Borðstofa og stofa eru saman í opnu björtu rými er þaðan farið út á ágætis pall. Ágætis garður fylgir eigninni.  Þvottahúsið er rúmgott með útgengi út á innkeyrsluna. Herbergi og lítil geymsla undir stiga eru inn af holinu og þaðan er farið upp timburstiga á efri hæð.

Efri hæð (86,6 fm):
Sjónvarpsholið er ágætlega rúmgott og bjart og hægt að fara þaðan út á þak bílskúrsins. Svefnherbergi efri hæðar eru 4 og eru þau öll rúmgóð og fín. Baðherbergi er rúmgott með hvítri innréttingu, baðkari, sturtu, glugga plötum á vegg og dúk á gólfi.  Mögulegt er að setja öryggisgrindverk á efri hæð bílskúrs og nýta það sem svalir.
Gólfefni neðri hæðar eru parket og flísar og efri hæðar spónarparket og dúkur.

Kjallari (148,4 fm):
Geymslurými er undir mest allri eignini og skiptist það í geymslurými undir bílskúr (65,2 fm) sem er í fullri lofthæð og í geymslurými undir húsi (83,2 fm) þar sem ekki er full lofthæð. Farið er inn í bæði geymslurýmin í bílskúr

Bílskúrinn (65,2 fm) er rúmgóður með gluggum, heitu og köldu vatni, salerni, lökkuðu gólfi og stóru geymslurými undir gólffletinum. Stórt bílastæði er fyrir framan húsið.

Um er að ræða reisulegt og vel skipulagt einbýlishús með bílskúr sem býður upp á ýmsa möguleika á góðum og rólegum stað Seljahverfi. Innst í botnlanga og stutt í skóla, leikskóla og ýmsa þjónustu í næsta nágrenni.

Inni á vef Reykjavíkurborgar er að finna deiliskipulög fyrir Seljahverfi og skipulög í kynningu - sjá hlekki hér að neðan. Allar nánari upplýsingar um stöðuna á því gefur Reykjavíkurborg
.
Deiliskipulag - http://borgarvefsja.reykjavik.is/skipulagssja/?x=361480&y=402689&z=6
Skipulag í kynninguhttps://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu

Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við fasteignasölu á Fasteignasölu Reykjavíkur frá 2013.
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 844-1421 eða á netfangið [email protected] 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
325 M²
HERBERGI
7
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
5
BAÐHERBERGI
3
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1985
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777