Holtsgata 13
101 Reykjavík (Miðbær)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Holtsgötu 13, fnr. 200-1259

Falleg 96,8 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli sem byggt var 1957 og er steypt. Íbúðir í húsinu eru 9 talsins. Stærð íbúðar er skráð 93,9fm og geymsla 2,9fm.  Þegar komið er inn í ibúðina er eldhús á hægri hönd og þar við hliðina er stofa/borðstofa. Í enda gangsins er svo baðherbergi. Á vinstri hönd eru þrjú svefnherbergi. 

 
3D - Smelltu hér til að skoða ÞRÍVÍDDARMYNDATÖKU af eigninni. - 3D


Smelltu hér til að fá sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina.


íbúðin getur verið laus til afhendingar fljótlega eftir kaupsamning.


Nánari lýsing:

Aðkoma: Bílastæði eru fyrir framan húsið og er steypt þrep af gangstétt að útidyrum hússins.

Stigagangur: Nýlegt teppi er á sameign og nýmálað og er stigagangurinn mjög snyrtilegur.

Hol: Parket á gólfi.

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Gluggar snúa í suður. Útgengt á svalir.

Eldhús: Hvít innrétting. Bakaraofn. Spansuðuhelluborð með viftu yfir. Flísalagt á milli efri og neðri skápa í innréttingu. Korkur á gólfi.

Svefnherbergi:  Svefnherbergin eru þrjú talsins og eru eldri fataskápar í þeim öllum. Dúkur er á gólfi í hjónaherbergi en parket í barnaherbergjum.

Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturtuklefi. Hvítur handklæðaofn. Hvítur skápur með handlaug. Upphengt salerni.

Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er í kjallara hússins og eru þvottavél og þurrkari tengd í rafmagnstöflu íbúðar. Málað gólf.

Svalir: Svalir eru um 4,9 fm og snúa í suður.

Geymsla: Geymslan er 2,9 fm og eru hillur þar. Málað gólf.

Lóð: Sameiginleg lóð er á bakhlið hússins og er gengið þangað úr kjallara þar sem þvottahús og geymsla eru.

Kjallari: Í kjallara er sameiginlegt þvottahús sem og geymslur fyrir íbúðir.Sameign:
Teppalagður stigagangur Sameiginlegt þvottahús og er gengið út í bakgarð hússins úr kjallaranum. Skólplögn út úr húsi út í götu var nýverið skipt út. 


Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected] -Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. 


Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
96 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1957
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:48.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777