Þórðarsveigur 2
113 Reykjavík (Grafarholt)

LÝSING

**Eignin er seld en þó með fyrirvara. Þú getur skráð þig á biðlista ef þú vilt vera látin/n vita komi hún aftur á söluskrá. Sendu beiðni á [email protected]**


Fasteignasala Reykjavíkur og Guðbjörg Helga lgf. kynna Þórðarsveig 2, 113 Reykjavík:

Björt og vel skipulögð 3. herbergja íbúð á 3. hæð ásamt stæði í bílakjallara. Stærð eignar er 84,8 fm m. geymslu á jarðhæð. Góðar svalir með útsýni yfir garðinn og leikvöllinn aftan við húsið. Sérinngangur er af svölum og er lyfta í stigahúsinu sem er mjög snyrtilegt. Tvö herbergi eru í íbúðinni og svo er stofa og eldhús í opnu rými. Þvottaherbergi er innan íbúðar. Stór sérgeymsla er á jarðhæð á geymslugangi. Einnig fylgir íbúðinni sérstæði í innangengu bílastæðahúsi. Veggir íbúðar eru nýmálaðir. EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

** ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG Á SÝNINGUM VEGNA 2 METRA REGLUNNAR OG SAMKOMUBANNS. **
** EINGÖNGU EINKASÝNINGAR Í BOÐI Á FYRIRFRAM BÓKUÐUM TÍMA **
** VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐBJÖRGU HELGU LGF.  TIL AÐ BÓKA SKOÐUN. **

**SKOÐAÐU ÍBÚÐINA BETUR MEÐ 3-D LJÓSMYNUM MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR**

Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi, hilla með hengi. Hurð inn í alrými með stofu og eldhúsi.
Eldhús: Er opið við stofu. Flísar á gólfi. Ljós innrétting með viðaráferð, tengi fyrir uppþvottavél. Góður gluggi með útsýni til Esju, sjávar og Úlfarsfells.
Stofa: Björt með glugga yfir einn vegg. Gengið út á rúmgóðar svalir með járnhandriði. Góð sýn út á vel búinn leikvöll í garðinum og náttúruparadísar í nærumhverfi. Mahogany plastparket á gólfi.
Herbergi 1: Rúmgott, mahogany plastparket á gólfi, skápur með þrefaldri rennihurð.
Herbergi 2: Dökkt harðparket á gólfi, skápur með tvöfaldri rennihurð. Útsýnisgluggi.
Baðherbergi: Hvítar flísar á veggjum og gólfi. Ljós innrétting undir handlaug, vegghengdur speglaskápur. Sturtuklefi. Rúmgott baðherbergi.
Þvottaherbergi: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Rúmgóð sérgeymsla er á jarðhæð með hillum. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla með sérinngangi.
Merkt bílastæði í bílastæðahúsi: Innangengt frá jarðhæð. Stæði merkt B-51
Lóðin: Sameiginleg bílastæði framan við húsið. Vel hirt lóð með vel búnum leikvelli aftan við húsið.

**SÆKTU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST  Á VEFSÍÐU FASTEIGNASÖLUNNAR MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR **

Eignin Þórðarsveigur 2 er skráð sem hér segir hjá FMR:
Fastanúmer eignar er 226-0574, nánar tiltekið eign merkt 03-01 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi., birt heildarstærð eignar er 84.8 fm.
 Íbúðin sjálf skáð 77,6 fm og geymslan 7,2 fm merkt merkt 020. Bílastæði í bílageymslu er nr. 51 og er utan fermetratölu. Heildarstærð eignar í matshluta 01 er 4,92% og bílastæði í matshluta 04 er 1/56 þe. í sameign sumra.

Eigandi íbúðarinnar hefur ekki búið sjálfur í eigninni og hvetur því kaupanda til að skoða íbúðina vel.

Bókun skoðunar og allar nánari upplýsingar veitir:
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali
sími: 8977712    |    Netfang;  [email protected]

Facebooksíða Guðbjargar Helgu lgf.
Vefsíða Fasteignasölu Reykjavíkur

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
84 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2003
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:39.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777