Flétturimi 4
112 Reykjavík (Grafarvogur)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Flétturima 4, Reykjavík fnr. 204-0075

- EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN -

Íbúðin er fjögurra herbergja í húsi sem hefur fengið gott viðhald alla tíð.


Falleg 113,9 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli sem byggt var 1993. Íbúðarhlutinn er skráður 107,2 fm og geymsla 6,7 fm. Bílastæði í bílahúsi fylgir með eigninni ásamt hlut íbúðar í sameign og er fermetrafjöldi þess samkvæmt Þjóðskrá 41,7 fm og er eignin því skráð í heildina sem 155,6 fm samkv. opinberum tölum. Komið er inn í forstofu og á hægri hönd er stofa/borðstofa og eldhús beint gengt inngangi. Við hlið eldhúss er þvottahús. Á vinstri hönd eftir gangi eru svo þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Geymsla og bílakjallari eru svo í kjallara hússins..

3D - SMELLTU hér til að skoða ÞRÍVÍDDARMYNDATÖKU af eigninni. - 3D

SMELLTU hér til að fá sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina.Nánari lýsing:

Aðkoma: Bílastæði fyrir framan húsið. Steypt stétt sem liggur að anddyri og er hitalögn í henni. Stigagangurinn er mjög snyrtilegur með teppi á gólfi.

Forstofa: Parketlagt gólf. Fataskápur úr beyki.

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Gluggar sem snúa til suðurs/vesturs og er útgengt á svalir úr stofu.

Eldhús: Dúkur á gólfi. Innrétting með efri og neðri skápum. Bakaraofn og helluborð með viftu fyrir ofan.

Herbergi: Svefnherbergin eru þrjú og er parket á þeim öllum. Fataskápar eru í hjónaherbergi og stærra barnaherberginu.

Baðherbergi: Í rýminu eru hvoru tveggja sturta og baðkar. Hvít innrétting með handlaug. Dúkur er á gólfi.

Þvottahús:  Dúkur á gólfi. Vaskur með blöndunartækjum.

Svalir: Snúa í suður/vestur og á sumrin er sólin farin að skína á svalirnar um 14:00 og er fram eftir kvöldi.

Geymsla: Geymslan í kjallara er skráð 6,7 fm og er hún með hillum á öllum veggjum.

Lóð: Lóðin er frágengin og eru malbikuð bílastæði fyrir framan húsið og grasflöt í kringum það. Hellulagðar gangstéttar.

Bílageymsla: Stæði í bílahúsi fylgir íbúðinni og er það rými í heildina skráð 41,7 fm. Þar er einnig sameiginleg aðstaða fyrir bílaþvott og fylgir stæði íbúðarinnar einnig svæði sem hægt er að geyma dekk og slíkt.


Íbúðin er falleg og vel skipulögð. Innihurðir eru úr  beyki og á gólfum er eikarparket. Þrjú svefnherberg og þvottahús í íbúð. Snyrtilegur stigagangur og sameign og góð aðstaða í bílakjallara til að þvo bíla.


Upplýsingar um hverfið: 

Skólar: Rimaskóli, Borgarholtsskóli, leikskólar og tónlistarskólar.


Verslunar- og þjónustumiðstöðvar: 
í Spöng; Bónus og Hagkaup, veitingastaðir, vínbúð, bakarí, heilsugæsla, apótek, bókasafn, blómabúð, fiskbúð ofl.
Í Höfðabakka: Krónan, Mathöllin, fjöldi veitingastaða og fjöbreytt þjónusta. 
Þjónustukjarni í stuttu göngufæri: Apótek, veitingastaður, tannlæknir, snyrti- og hárgreiðslustofa o.fl.


Afþreying, útivist og íþróttir:
Góðir göngu- og hjólreiðastígar. 
Upphitaður stígur í Langarima að Spöng.
Stutt í góð útivistarsvæði, t.d. út í Geldingarnes - fjaran og kajakklúbbur.
Golfvöllur og listamiðstöð á Korpúlfsstöðum.
Egilshöll með kvikmyndahúsi, veitingastöðum og íþróttamiðstöð.
Sundlaug og íþróttamiðstöð Fjölnis ásamt skíðasvæði.
Frístundamiðstöð og Skemmtigarðurinn í Gufunesi.Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected]


Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
155 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1993
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:48.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777