Leynisbraut 14
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna: Leynisbraut 14   fnr. 209-2031

Nánari lýsing: Húsið er raðhús byggt árið 1977 og er steypt. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og þar er rafmagnstafla hússins staðsett. Komið er úr forstofu í sjónvarspshol og á hægri hönd eru borðstofa, stofa og eldhús en opið er að hluta á milli eldhúss og stofu. Inn af eldhúsi er þvottahús og geymsla þar fyrir innan með hillum. Fyrir innan sjónvarpshol er svo svefnherbergisgangur og þar eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Geymsla er einnig undir húsinu 6,3 fm og þar er tilvalið að geyma grill, reiðhjól, dekk og þess háttar.

 3D - Smelltu hér til að skoða þrívíddarmyndatöku af eigninni. - 3D

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit yfir eignina.Aðkoma: Steypt stétt liggur að húsinu og eru tröppur einnig steyptar.

Forstofa: Flísar á gólfi.

Stofa:  Parket á gólfi. Stórir gluggar sem snúa í vestur.

Eldhús:  Góð hvít innrétting og er flísalagt á milli efri og neðri skápa. Sambyggð eldavél og helluborð og háfur fyrir ofan helluborðið. Flísar á gólfi.

Þvottahús/geymsla:  Inn af eldhúsi er þvottahús og þar fyrir innan geymsla. Hillur eru í þessu rými. Flísalagt gólf.

Baðherbergi: Flísalagt gólf. Baðkar með sturtu og er glerþil í baðkarinu. Falleg hvít innrétting. Handklæðaofn.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö og eru bæði með parketi á gólfi. 

Geymslur:  Geymsla er inn af þvotta húsi og svo er geymsla undir húsinu og eru tröppur að henni. 

Lóð: Lóðin er frágengin að framan og er tyrftur blettur og trjágróður. 


Virkilega fallegt raðhús og vel staðsett miðsvæðis í bænum. Stutt í ýmsa þjónustu. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Eikarinnihurðir eru í íbúðinni.


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] 


Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
103 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1977
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:35.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777