Leirdalur 37
260 Njarðvík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Leirdal 37, Reykjanesbæ fnr. 236-8145

 Virkilega falleg 97,6 fm sérhæð  á 2. hæð í  raðhúsalengju sem byggð var 2009 og eru bílskúrar á milli húsanna í lengjunni.   Komið er upp tröppur að inngangi og er stór verönd 67,6 fm á vinstri hönd. Þegar inn er komið er forstofa og svo eru svefnherbergin tvö á hægri hönd. Gengt hjónaherberginu er baðherbergi. Stofa og eldhús mynda svo eina heild.

EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.


 3D - SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU AF EIGNINNI. - 3DSmelltu hér til að fá sent söluyfirlit yfir eignina.Nánari lýsing:

Aðkoma: Hellulagt plan fyrir framan húsið. Tröppur upp að íbúð með góðu handriði. Hitalögn er í gönguleið upp að íbúð.

Forstofa: Hellulagt er í forstofu og góður fataskápur.

Stofa/borðstofa: Flísar á gólfi. Stórir gólfsíðir gluggar með strimlagardínum frá Vogue.

Eldhús: Flísalagt gólf. Stór og falleg dökk innrétting. AEG helluborð með háfi yfir og AEG bakaraofn. 

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö og eru flísar á þeim báðum. Í barnaherbergi er fataskápur og inn af hjónaherbergi er fataherbergi með mjög góðu skápaplássi.

Baðherbergi: Virkilega smekklegt baðherbergi með fallegri dökkri innréttingu. Sturta með glerþili og er handklæðaofn gengt sturtunni. Upphengt salerni og eru gluggar í rýminu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð  í innréttingu. 

Svalir: Stór hellulögð verönd þegar komið er upp stigann að íbúðinni og er þar gott rými fyrir garðhúsgögn, grill og önnur þægindi.

Geymsla: Á jarðhæð er læst geymsla 4,6 fm og er gengið inni í hana á vinstri hönd við bíslkúrinn sem fylgir neðri hæð hússins.

Lóð: Tyrftur blettur er til hliðar og bak við húsið.Íbúðin er virkilega falleg og með góðu útsýni.  Stutt er í leikskóla og skóla og svo er mikil þjónusta á Fitjum sem er ca 5 mínútna keyrsla s.s. matvöruverlsanir, Húsasmiðjan, bakarí ofl. Íbúðin er virkilega vönduð og eru innréttingar sérsmíðaðar. Flísar eru á gólfum í allri íbúðinni og eru þær stórar 60x60cm. Granít borðplötur. Innfelld led lýsing er í íbúðinni.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected]


Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
97 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2009
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:43.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777