Túngata 3
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna,Túngötu 3 e.h Grindavík, fnr. 209-2409

Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 88,4 og er risíbúð í tvíbýli.   Húsið stendur á 750 fm lóð. Húsið er byggt árið 1954 og er steinsteypt. Sameiginlegur inngangur er með íbúðinni og hæðinni fyrir neðan. Teppalagður gangur er upp að íbúð. Þegar inn er komið er eldhús á hægri hönd og þar við hliðina baðherbergi. Á vinstri hönd er geymsla og þar við hliðina stofa og þaðan er útgengt á svalir sem snúa í vestur. Gengt inngangi er svo hitt svefnherbergið. 

Aðkoma: Steypt stétt og tröppur upp að inngangi í íbúð.

Forstofa: Tappalagðar tröppur upp að íbúð.
 
Stofa/borðstofa: Nýtt harðparket á gólfi.

Eldhús:  Flísar á gólfi. Innrétting með sambyggðir eldavél og ofni. Vifta fyrir ofan eldavél.

Baðherbergi: Flísalagt gólf á baðherbergi og veggjum. Sturtuklefi og lítil hvít innrétting. Gluggi snýr í norður.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö í íbúðinni og er nýtt harðparket á báðum herbergjum. Ekki eru fastir fataskápar.

Geymsla: Á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúð er geymsla sem er gluggalaus.

Lóð: Lóð er frágengin og tyrfð.

Virkilega skemmtileg íbúð þar sem fermetrar nýtast vel. Nýjir gluggar í íbúðinni auk útihurðar og svalahurðar. Ekki var samt skipt út gluggum sem eru sameiginlegir við innganginn. Skólp í húsinu er nýtengt við frárennsli en fyrir var rotþró við húsið. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  


Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali í gsm 861-7507 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.


 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
88 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1954
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777