Tröllhólar 5
800 Selfoss

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & HERA BJÖRK Lgf. KYNNA: 
Rúmgott og skemmtilega skipulagt 5 herbergja einbýli við Tröllhóla 5 á Selfossi með heitum potti, skjólgóðum palli og bílskúr, rétt við grunnskóla og vinsælt leiksvæði. Laus við kaupsamning. 

** ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG Á SÝNINGUM VEGNA SAMKOMUBANNS. **
** EINGÖNGU EINKASÝNINGAR Í BOÐI Á FYRIRFRAM BÓKUÐUM TÍMA MILLI  **
** VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ HERU BJÖRK TIL AÐ BÓKA SKOÐUN. **


Eignin er samtals 180 fm2 og samanstendur af góðri forstofu, eldhúsi, borðstofu, 4 svefnherbergjum, baðherbergi, fataherbergi og þvottahúsi. Mjög sól- og skjólsæll pallur fylgir eigninni auk fallegs garðs allt í kring.   Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 á milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga eða á netfangið [email protected] Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur. 
Eldhús /borðstofa:  Bjart og rúmgott með góðri hvítlakkaðri innréttingu og flísum á milli skápa. Eyja með helluborði og háfur. Tengi fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Stofa: Opið og bjart rými með parketi á gólfi og útgengi út á góðan pall með heitum potti. Húsið stendur innst í botnlanga og frá stofu og palli er óskert útsýni til suðurs yfir Flóann. 
Hjónaherbergi: Parketi á gólfi. 
Herbergi 1: Parket á gólfi. 
Herbergi 2: Parket á gólfi og nýtist í dag sem sjónvarpsherbergi fyrir yngri kynslóðina. 
Herbergi 3:  Forstofuherbergi. Parket á gólfi.
Fataherbergi: Með skápum og hillum. Parket á gólfi. 
Baðherbergi: Nýlega endurgert frá A-Ö, flísalagt í hólf og gólf með innbyggðum klósettkassa, upphengdu salerni, baðkari og góðri hvítri innréttingu. Eftir á að fullklára sturtu. 
Þvottahús: Er með ágætis innréttingu með vaski og tengingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og útgengi út í garð. 
Bílskúr: Innangengt er í góðan 34,2 fm2 bílskúr með góðu geymslurými. 

Eigninni hefur verið vel viðhaldið undanfarin ár.  
Síðastliðið sumar voru gluggar og hús málað að utan. 
Baðherbergið var endurnýjað að öllu leiti en eftir á að klára sturtuklefa endanlega. 

Húsið er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi á Selfossi, með fallegum grónum garði og í mjög þægilegu göngufæri við skóla, leikskóla og leiksvæði með fjölsóttum "skatepark". 
Leyfi er fyrir gæludýr þar sem þetta er sérbýli. 

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Ertu í fasteignahugleiðingum?

Ég hef starfað á Fasteignasölu Reykjavíkur frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

Hera Björk, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í s: 774-1477 eða á [email protected]

 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
180 M²
HERBERGI
5
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2001
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:57.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777