Viðarrimi 25
112 Reykjavík (Grafarvogur)

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & SALVÖR DAVÍÐS lgf. KYNNA: 
Fallegt og gott 4-5 herbergja sérstætt tengihús að Viðarrima 25 með bílskúr (28,3 fm) innst í botnlanga og með miklu og fallegu útsýni. Umhverfis húsið er fallegur, gróinn garður, pallur með skjólgirðingu og kaldur geymsluskúr. Barnvænt og snyrtilegt umhverfi þar sem stutt er í skóla og alla helstu þjónustu.

Nánari lýsing: Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands í heildina 186,1 fm sem samanstanda af íbúð (157,8 fm) og bílskúr (28,3 fm). Eignin skiptist í anddyri, eldhús, borðstofu, stofu gang, þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahúsi, bílskúr og góðan garð með pall og skjólgirðingu. Gólfefni íbúðarýmis er harðparket og flísar. Gólfhiti er í anddyri og baði. Bílskúrinn (28,3 fm) er innangengur úr þvottahúsi í íbúðarrými. Bílaplanið er hellulagt og með snjóbræðslu og er garður að framanverðu húsi viðhaldslítill. Pallur og skjólgirðing eru í bakgarði og er tengi þar fyrir heitum pott.

Allar nánari upplýsingar veitir Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 á milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga eða á netfangið [email protected].
Komið er inn í flísalagt anddyri með gólfhita og góðum skápum. Úr anddyri er komið inn á gang / hol sem tengir önnur rými saman og er þaðan farið út í fallegan bakgarð með pall og skjólvegg að hluta. Eldhúsið er bjart með vönduðum innréttingum, flísum á milli skápa, innbyggðri uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð, gaseldavél, háf og fínum borðkrók. Stofan og borðstofan eru saman í opnu og björtu rými með góðri lofthæð. Innst á ganginum / holinu er ágætis sjónvarpshol. Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergið er vel rúmgott með góðum skápum og tveimur gluggum. Mögulega er hægt að skipta því í 2 herbergi. Barnaherbergin tvö er rúmgóð og björt. Baðherbergið er með flísum á gólfi og vegg að mestum hluta, gólfhita, vandaðri innréttingu, hornnuddbaðkari, sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofn og tveimur opnanlegum gluggum. Þvottahúsið er með flísum á gólfi, fínni innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, glugga, aðgengi að geymslulofti og bílskúr. Gólfefni íbúðarrýmis er harðparket og flísar. Skipulag íbúðarrýmis í dag er aðeins öðruvísi en upprunalega var gert ráð fyrir.

Bílskúrinn (28,3 fm) er rúmgóður og bjartur með máluðu gólfi, fínu vinnuborði, góðu hilluplássi (lausar hillur fylgja ekki), vaski sem og heitu og köldu vatni. Bílaplanið er hellulagt og með snjóbræðslu. Bílskúrshurð er nýleg og er með rafmagnsopnun.

Umhverfis húsið er fallegur og skemmtilega hannaður garður með fjölbreyttum gróðri. Garðurinn er viðhaldslítill að framanverðu og að bakatil er ágætis pallur með skjólgirðingu að hluta, tengi fyrir heitan pott og köldum geymsluskúr. 

Um er að ræða fallegt og vel staðsett sérstætt tengihús með fallegu útsýni innst í botnlanga á þessum vinsæla stað í Grafarvogi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, góðar gönguleiðir og falleg útivistarsvæði.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Ertu í fasteignahugleiðingum
?
Ég hef starfað við fasteignasölu á Fasteignasölu Reykjavíkur frá 2013.
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 844-1421 eða á netfangið [email protected] 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

SMELLTU HÉR og skoðaðu eignina í SÝNDARVERULEIKA 
Þú þarft að hafa Google eða Samsung síma og glerauga(Cardboard eða Gear VR) og viðeigandi app í símanum til þess að skoða þetta. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá verðskrá á heimasíðum lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Salvör Davíðs, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í s: 844-1421 eða á [email protected] 
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Raðhús
STÆRÐ
186 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1995
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:81.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777