Drafnarstígur 2
101 Reykjavík (Miðbær)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Drafnarstíg 2a, Reykjavík, fnr. 200-0978


LÆKKAÐ VERÐ:

Falleg 81,7 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli sem byggt var 1955. Íbúðir í húsinu eru 8 talsins.  Þegar komið er inn í ibúðina er eldhús á hægri hönd og þar við hliðina er baðherbergi. Í enda gangsins er svo svefnherbergi. Á vinstri hönd eru stofa/borðstofa og er annað þeirra rýma nýtt sem svefnherbergi í dag og þaðan er útgengt á suðursvalir.

3D - Smelltu hér til að skoða þrívíddarmyndatöku af eigninni. - 3D


Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit yfir eignina.Nánari lýsing:

Aðkoma: Hellulögð gangstétt er upp að inngangi í húsið.

Forstofa/Svefnherbergisgangur: Parket á gólfi.

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Gluggar snúa í suður.

Eldhús: Svört innrétting með innbyggðri uppþvottavel, ofni og spansuðuhelluborði. Eldhúsið var allt endurnýjað árið 2017.

Herbergi:  Í dag eru tvö svefnherbergi í íbúðinni með parketi á gólfi. Fataskápar í báðum herbergjum.

Baðherbergi: Hvít innrétting. Baðkar með glerþili og sturtu. Flísalagt gólf og hluti af veggjum. Baðherbergið var allt endurnýjað 2017/2018.

Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er í kjallara hússins og eru þvottavél og þurrkari tengd í rafmagnstöflu íbúðarinnar. Einnig er sameiginlegt þurrkherbergi í kjallara.

Svalir: Svalir með handriði eru út úr rými sem í dag er nýtt sem hjónaherbergi og snúa í suður.

Geymsla: Stór geymsla 10,2fm sem fylgir íbúðinni er í kjallara og er hún læst og með glugga.

Lóð: Sameiginleg lóð er á bakhlið hússins og er gengið þangað í gegnum hjóla/vagnageymslu.

Kjallari: Sameiginleg hjólageymsla, þvottahús og þurrkherbergi.


Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð 2017-2019
Dregið var nýtt rafmagn í alla íbúðina 2017, nýjir tenglar og rofar, öryggi í töflu, jarðtengt. Eldhús: Ný innrétting, skipt um blöndunartæki og vask, nýtt spanhelluborð, ofn og háfur og parkett var einnig endurnýjað 2017
Baðherbergi: ný innrétting, skipt um blöndunartæki, vask og salerni, nýtt baðkar með sturtu og glerþili, og flísar lagðar á gólf og veggi 2017-2018
Svefnherbergi I: nýtt parkett á gólfi, upprunalegir fataskápar
Svefnerbergi II: nýtt parkett, nýjir fataskápar, sérsmíðaður rúmgafl með hillu 2019
Stofa: nýtt parkett 2019
Innihurðir og hurðakarmar ásamt gluggasyllum voru málaðar 2019
Ný eldvarnarhurð inn í íbúð, karmar og þröskuldur (EIS-30) frá Víkurási sett upp í des 2019
Tvöfalt gler í gluggum, endurnýjað skv. þinglýstri yfirlýsingu frá 2001 ***

Sameign:
Teppalagður stigagangur
Sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi og hjólageymsla í kjallara
Útgengt í sameiginlegan suðurgarð úr hjólageymslu

Framkvæmdir á sameign undanfarin ár:
Rafmagnstafla í sameign og íbúð endurnýjuð 2004
Járn á þaki og þakrennur endurnýjaðar 2017 
Frárennslislagnir voru fóðraðar 2016-17
Lagnir og frárennsli í þvottahúsi endurnýjað 2019   
Teppi í stigagangi verður endurnýjað í janúar 2020    

Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected] -


Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
81 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1955
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:43.300.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777