Álmskógar 9
300 Akranes

LÝSING

## BÓKIÐ SKOÐUN - SALVÖR, LGF S. 844-1421 ##

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir
: Falleg og hlýlegt 4ra herbergja viðhaldslítið einbýlishús úr timbri á Akranesi. Innangengt er úr íbúð í bílskúr og er fín geymsla inn af bílskúrnum. Góður garður umlykur húsið og er steypt verönd út frá stofu með skjólvegg og útigeymslu.   Eign sem vert er að skoða í nágrenni Reykjavíkur.

Nánari lýsing: Húsið er  skráð 178,7 fm skv. Þjóðskrá Íslands og bílskúrinn er þar af 45,2 fm. Húsið samanstendur af þremur svefnherbergjum, stofu, borðstofu, eldhúsi með eyju, miðrými, baðherbergi, þvottahúsi og bílskúr. Steypt afgirt verönd er útfrá stofu og er góð heimkeyrsla ásamt steyptri gangstétt fyrir framan hús. Búið er að leggja hitalagnir í bílaplanið og gangstéttina en það er ótengt.
 
Bókið skoðun og fáið allar nánari upplýsingar:
 - Salvör, lgf í s. 844-1421 eða á [email protected]

 
Komið er inn í flísalagt anddyri með góðum fataskápum og fatahengi. Úr anddyri er komið inn í gott miðrými eignarinnar og er þaðan farið í önnur rými íbúðarhússins. Eldhús, stofa og borðstofa eru saman í opnu björtu rými þar sem hátt er til lofts. Eldhúsið er opið með hvíttaðri innréttingu úr ask, bakaraofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél, eyju með stálburstuðum háf og barborði. Stofan og borðstofan eru samliggjandi með útgengi á góða, steypta verönd með skjólgirðingu, útigeymslu og aðgengi út í garðinn. Hjónaherbergið er rúmgott með góðum skápum. Barnaherbergin tvö eru ágætlega rúmgóð og með góðum fataskápum. Baðherbergið er með hvíttaðri innréttingu úr ask, með flísum á gólfi og vegg að mestu, með upphengdu salerni, sturtu, hornbaðkari, handklæðaofn og glugga. Þvottahúsið er með flísum á gólfi, hillum, fínni viðar innréttingu með ágætis vinnuborði, úti hurð og glugga. Úr þvottahúsi er farið inn í rúmgóðan bílskúr og fína geymslu. Fataskápar, eldhúsinnrétting og baðinnrétting eru úr hvíttuðum ask nema annað sé tekið fram. Gólfefni íbúðar er korkparket, korkflísar og flísar nema annað sé tekið fram. Gólfhiti er í íbúðarhúsinu með hitastilli í hverju rými.  Snyrtilegur og góður garður umlykur húsið og er steypt verönd út frá stofu með skjólvegg, útigeymslu og aðgengi út í garðinn.

Bílskúrinn (45,2 fm) er innangengdur úr íbúð og er rúmgóður með gólfhita, flísum á gólfi, rafmagni og heitu og köldu vatni. Inn af bílskúr er fín geymsla með flísum á gólfi og gólfhita.

Um er að ræða fallegt og hlýlegt einbýlishús á Akranesi. Snyrtilegt umhverfi á rólegum stað á Akranesi og er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu. 

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Allar nánari upplýsingar veita Salvör Þ. Davíðsdóttir í síma 844-1421 // 477-7777 eða [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

SMELLTU HÉR og skoðaðu eignina í SÝNDARVERULEIKA 
Þú þarft að hafa Google eða Samsung síma og glerauga(Cardboard eða Gear VR) og viðeigandi app í símanum til þess að skoða þetta. 

Þú færð frítt sölumat hjá okkur og án skuldbindingar
- hringdu núna í 844-1421 -Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
178 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2007
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:64.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777