Laufdalur 17
260 Njarðvík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Þórdís Davíðsdóttir og Dagbjartur Willardsson löggiltir fasteignasalar kynna:
Fallegt 3ja herbergja enda raðhús í Innri-Njarðvík. Stór viðar verönd er til suðurs.
15 fm geymslu skúr er á lóðinni og er hann einangraður, með opnanlegum gluggum, rafmagns- og vatnstengi og getur hann fylgt með í kaupunum.
Mikil lofthæð er í öllu húsinu - granít í eldhúsi og baðherbergi.
Í eigninni er forstofa, baðherbergi, tvö svefnherbergi, miðrými / borðstofa,  eldhús, stofa, þvottahús og bílskúr.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands:
birt flatarmál eignarinnar 123,5fm og þar af er bílskúr skráður 21,1 fm. 
Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskápum.
Baðherbergið er með sturtu, innréttingu undir og við handlaug, upphengdu salerni, handklæðaofni, marmara-quarts flísar á veggum í sturtu og við handlaug og flísar á gólfi.
Barnaherbergið er rúmgott með góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með stórum fataskápum, parketi á gólfi og er útgengt á suður verönd úr herbergi.
Eldhúsið, miðrýmið/borðstofan og stofan eru í björtu opnu rými með mikilli lofthæð með innfelldum ljósum.
Í eldhúsinu er hvít há-glans innrétting frá IKEA, borðplatan er svart granít með undirfelldum vaski og innfellt span helluborð í eyju. Tæki í eldhúsinu eru frá IKEA og er bæði gufu ofn og combi ofn.
Miðrýmið / borðstofan er rúmgott og parket á gólfi.
Stofan er nokkuð rúmgóð með útgengi á stóra suður verönd. Á veröndinni er 15 fm einangraður geymsluskúr með opnanlegum gluggum, rafmagni, rennandi vatni og er parket á gólfi.
Þvottahúsið er sérlega rúmgott með góðum innréttingum og flísum á gólfi. Innan úr þvottahúsinu er farið inn í bílskúrinn sem er skráður 21,1 fm og er geymsluloft yfir ca 1/3 af bílskúrnum. Bílskúrinn er nýttur sem herbergi í dag - gólf er málað.
Mikil lofthæð er í öllu húsinu, innfelld ljós eru í opnu rými en hægt er að setja innfelld ljós í herbergin líka þar sem loftið er tekið aðeins niður.
Um er að ræða bjarta og fallega eign þar sem fermetrar nýtast sérlega vel. Granít í eldhúsi og baði og gólfhiti í öllu íbúðarrými.
Fataskápar eru ofan á gólfefni og lítið mál að færa þá til eftir þörfum.
LÓÐ
Innkeyrslan er hellulögð og bílastæði að lágmarki fyrir 3 bíla. Við gaflinn á húsinu er lóðin tyrfð en stór viðarverönd sunnan megin.

Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á [email protected]  og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteigna- og skipasali í s: 861-5707 eða á [email protected]
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Við höfum starfað við sölu á fasteignum um árabil og leggjum við áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá okkur án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag
Þórdís er í síma: 862-1914 eða á netfangið [email protected]
Dagbjartur er í síma: 861-7507 eða á netfangið [email protected]

 
Heimasíða Fasteignasölu Reykjavíkur - Þórdís
Heimasíða Fasteignasölu Reykjavíkur - Dagbjartur


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Raðhús
STÆRÐ
123 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2018
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:49.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777