Iðavellir 11
230 Keflavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur  og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Iðavelli 11b, Reykjanesbæ fnr. 226-0732.

Nánari lýsing: 
Húsið er skrá sem atvinnu/iðnaðarhúsnæði og er byggt árið 2002 og er það steypt. Samkv. teikningu er neðri hæð skráð 244,2fm og efri hæð 125 eða samtals 369,2fm. 

Neðri hæð: Á neðri hæð eru tveir góðir salir og í stærri salnum eru innkeyrsluhurðir til beggja enda. Á milli salanna er afgreiðslurými  með snyrtiaðstöðu og þar fyrir aftan er eldhúsaðstaða fyrir starfsmenn. Annar minni salur er svo fyrir aftan eldhúsaðstöðuna.
Gólf í afgreiðslurýminu er parketlagt og þar er afgreiðsluborð. Við inngang í afgreiðslu er rennihurð með nema fyrir sjálfvirka opnum. 

Efri hæð: Á efri hæðinni er góð skrifstofuaðstaða og fundasalur afmarkaður með gleri. Einnig er á efri hæð gott geymsluloft.

Aðkoma að eigninni er mjög góð og er malbikað plan við húsið. Staðsetning er virkilega góð og er til að mynda stutt keyrsla upp á Keflavíkurflugvöll. Mikil starfssemi er í hverfinu og margs konar iðnaður og þjónusta sem styður hvað annað.

Eigendur eru tibúnir að skoða með aðstoð við hluta fjármögnunnar sem ekki fæst hjá lánastofnun.Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali, s: 861-7507 eða á [email protected] -

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu.-


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Atvinnuhúsnæði
STÆRÐ
237 M²
HERBERGI
1
STOFUR
0
SVEFNHERBERGI
0
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2002
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:58.000.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777