Staðarhraun 2
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna: Staðarhraun 2, fnr. 209-2276

Nánari lýsing: Húsið er Tvíbýlishús byggt árið 1959 og er steypt. Íbúðin er á neðri hæð hússins og er gengið upp steyptar tröppur að íbúðinni. Í kjallara er þvottahús og geymsla. Sameiginlegur inngangur er í húsið og er gengið upp í efri hæðina í stiga á hægri hönd. Inngangur í þessa íbúð er beint þegar komið er inn í forstofu. Á hægri hönd er eldhús og þarf við hliðina er eitt af þremur svefnherbergjum. Baðherhergi kemur þar við hliðina og síðan tvö önnur svefnherbergi Á hægri hönd úr holi er svo gengið inn í borðstofu/stofu. 

Aðkoma: Steyptar tröppur upp að inngangi í húsið. 

Forstofa: Flísar á gólfi. Gengið er inn úr forstofu í íbúðina og svo er stigi upp á aðra hæð hússins í hina íbúðina sem er í húsinu.

Stofa/borðstofa: Stórt rými með parketi á gólfi. Fallegur bogadregin gluggi í stofu.
  
Eldhús: Hvít innrétting. Keramik helluborð og bakaraofn. Háfur yfir helluborði. Flísar á gólfi.
 
Þvottahús/geymsla: Gengið er niður stiga í þvottahús en einnig er hægt að ganga inn í rýmið að utan.  Geymsla er svo inn af þvottahúsi.
  
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir. Baðkar með sturtu í. Hvít innrétting. Gluggi er á baðherbergi.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú talsins og eru með parketi á gólfi og er fataskápur í einu þeirra.

Lóð:  Lóðin er tyrft og er sökkull með staurum á en timburgrindverk þarfnast endurnýjunnar.


Íbúð á horni Staðarhrauns og Víkurbrautar í Grindavík þar sem stutt er í flesta þjónustu í bænum svo sem grunnskóla, banka, matvörubúð ofl.  

Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] 

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
122 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1959
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:26.500.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777