Víkurhóp 4
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali. kynna Víkurhóp 2 Grindavík fnr. 250-0882.

Vel skipulagt 179 fm parhús á einni hæð Víkurhóp 2 Grindavík, þar af er innbyggður bílskúr 30,5 fm. Húsið skilast á byggingar- og matsstigi 5 með þeim breytingum sem sjá má af skilalýsingu, tilbúið til innréttinga að innan, frágengin lóð og hellulagt bílaplan og sólpallar verða settir norðan og sunnan megin við hús.Tveimur sorpskýlum verður komið fyrir við hvert hús. Hægt verður að semja við byggingaraðila að skila húsinu fullbúnu á byggingarstigi 7.

Skipulag:  Komið er inn í rúmgóða forstofu og er innangengt í bílskúr og þvottahús úr forstofunni. Þegar inn er komið er eldhús-borðstofa-stofa og er útgengt á sólpalla úr eldhúsi í vestur og stofu í norður. Á hægri hönd er svefnherbergisgangur og eru barnaherbergin tvö gengt á móti baðherberginu. Innsta herbergið er hjónaherbergið og er þar baðherbergi inn af. 


Hönnun:  Aðalhönnuður hússins er Úti Inni arkitektar.

Raflýsing: Lumex.

Byggingaraðili:  Mark-Hús ehf.    -          http://markhus.is/

Gluggar, gler og hurðir: Gluggar, gler og hurðir er standard framleiðsla frá Byko. Gluggar eru álklæddir trégluggar og gler er einangrunargler með “heitum kant” á milli glerja. Opnanleg fög eru með barnalæsingu. Þriggja ára ábyrgð er á gluggum.

Lagnir: Gólfhiti er samkvæmt teikningu lagnahönnuðar. Gólfhitalagnir eru lagðar í plötusteypu á jarðhæð hússins samkvæmt teikningu. Heimtaugar eru komnar inn í hús og gólfhitinn verður tengdur og hiti kominn á húsið. Hitagrind er fullkláruð en stýrikerfi fyrir
gólfhita er ekki innifalið.

Raflagnir og lýsing: Raflagnir eru samkvæmt teikningu. Röralagnir vegna raflagna eru komnar í gólf, loft og veggi. Rafmagnsvírar verða dregnir í að mestu leiti og vinnulýsing komin í húsið. Að öðru leiti er rafmagn og smáspenna ófrágengin og er það kaupanda að taka lokaákvörðun um útfærslu.
 
Innréttingar, tæki og flísar: Engar innréttingar fylgja húsinu ef það er afhent á byggingarstigi 5.

Veggir og loft: Léttir veggir eru uppkomnir samkvæmt teikningum og eru hefðbundnir gifsplötuveggir. Rakaþolið gifs er notað umhverfis votrými. Kaupandi skal kynna sér nákvæma staðsetningu veggjanna. Veggir eru sandspartlaðir og grunnaðir. Loft eru sandspörtluð og grunnuð. Lokaumferð málunar sem og blettspörtlun er ekki lokið á veggjum. Miða þarf við að eftir að innréttingar hafa verið settar upp þurfi kaupandi að blettspartla og mála síðustu umferð á veggi. Þakvirki er staðsteypt plata með vatnshalla að niðurföllum. Þak er viðsnúið ofaná steypta plötu og  kemur 20 cm einangrun og ásoðin dúkur ofaná. Sjávarmöl kemur ofná dúk sem farg.
Húsið er steinað að utan og verður málað. Flasningar á þaki verða að fullu frágengnar.

Fyrirvarar og áréttingar: Lýsingu þessari er ekki ætlað að vera tæmandi um einstök atriði. Athygli skal vakin á því að byggingaraðili áskilur sér allan rétt til að gera útlits, efnis- og tæknilegar breytingar meðan á byggingarframkvæmdum stendur. Þær breytingar munu þó ekki rýra gæði eignarinnar. Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected] -Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Parhús
STÆRÐ
179 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
0
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:60.500.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777