Vesturbraut 8
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir:  Vel byggt og sögufrægt einbýlishús við Vesturbraut 8 (Krosshús) í Grindavík. Húsið er alls 283,2 fermetrar að stærð á þremur hæðum auk bílskúrs sem er 58,5 fermetrar að stærð. Eignin er því 341,7 fermetrar. 
Fimm svefnherbergi eru í húsinu, stofa, borðstofa, eldhús og borðkrókur í eldhússkála, sjónvarpsherbergi, þvottahús, 2 geymslur, 3 anddyri, 2 baðherbergi, stór bílskúr, sólstofa út af hjónaherbergi sem og stór sólstofa við stóran timburpall í bakgarði, heitur pottur á pallinum. Sérlega falleg og vönduð eign með glæsilegu útsýni.

Eignin myndi einnig sóma sér vel sem glæsilegt gistiheimili. 

Smelltu - hér - ef þú vilt þú skoðað eignina í þrívíðu umhverfi. Getur ferðast á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Nánari lýsing:

Aðkoma: hellulagt bílaplan að bílskúr og fyrir framan hús. Steyptar flísalagðar tröppur að inngangi.
Forstofa: flísalögð forstofa með góðum glugga. 

Miðhæð: 
Hol: úr forstofu er komið inní lítið hol og þar við er stigagangur hússins. Úr holinu er því ýmist gengið niður á neðri hæð eða uppá þá efstu, sem og inní eldhús eða borðstofu/stofu.
Eldhús: Eldhúsið var allt endurnýjað 2003 með fallegri eikarinnréttingu, eyju með vaski og uppþvottavél. Eldunaraðstaða: gas helluborð, háfur og veggofn. Skemmtilegur borðkrókur í sér skála með fallegu útsýni út á Reykjanes. Tvöfaldur ísskápur kemur inní innréttingu. Gólfefni á eldhúsi eru flísar.  Hægt að ganga frá skála í eldhúsi út á lóð með stórum palli og sólskála.
Sjónvarpsherbergi: við hlið eldhúss er opið inní sjónvarpsherbergi, var áður herbergi en var opnað á milli þegar eldhús var endurgert 2003.
Borðstofa og stofa: eru hlið við hlið á hæðinni (hægt að loka á milli með rennihurðum), fallegt gegnheilt hnotuparket á gólfum, upprunalegir loftlistar sem eru sérlega fallegir, kamína er í stofu. Úr stofu er útgengt um aðra flísalagða forstofu með glugga og innaf þeirri forstofu er gestasalerni.
Gestasalerni: lítið flísalagt gestasalerni, allt endurnýjað 2008. 

Stigagangur: parketlagður.

Efsta hæð:
Herbergi: 3 rúmgóð svefnherbergi með skápum og gegnheilu hnotuparketi á gólfum. Tvö þeirra eru sérlega stór með stórum sérsmíðuðum skápum frá 2008.
Sólstofa: Út frá hjónaherbergi er gengið inní litla flísalagða sólstofu með frábæru útsýni.
Baðherbergi: var allt endurnýjað 2003 með fallegri eikarinnréttingu, nuddbaðkari og sturtu. Baðherbergið er allt flísalagt.

Neðsta hæð:
Herbergi: tvö stór herbergi með gegnheilu hnotuparketi á gólfi, full lofthæð og vel það.
Þvottahús: stórt og rúmgott þvottahús með eldri innréttingu, vaskI og opnanlegum glugga.
Geymslur: innaf þvottahúsi er stór geymsla með hillum allan hringinn og önnur minni innaf henni.
Forstofa: með flísum á gólfi og panil á veggjum, endurnýjuð 2008.
 
Bilskúr: bílskúrinn er mjög rúmgóður með góðri lofthæð. Rafmagn og hiti, vaskur og hillur. 

Lóð: Stór lóð með stórum timburpalli og sólskála. stór grasflöt og hellulögð bílastæði. Húsið hefur allt verið steinað að utan. Búið er að skipta út nokkrum glerjum í gluggum síðustu ár. Skipta þarf um tvo glugga á vesturhlið.
Að innan eru allar innréttingar, tæki, fataskápar og gólfefni vönduð. Vandað gegnheilt hnotuparket á öllum hæðum og stiga sem sett var 2008.  Hiti endurnýjaður með forhitara auk þess hefur rafmagn verið endurnýjað. Járn á þaki, þakkantur og rennur endurnýjað í ágúst 2015. Húsið stendur á rólegum stað í útjaðri við mikla náttúrufegurð, 5 mín. gangur niður í fjöru. 
Húsið var  málað í ágúst 2017 sem og allir gluggar nema í bílskúr og sólstofu.

HÉR ER UM AÐ RÆÐA SÖGUFRÆGA OG SÉRLEGA FALLEGA OG VANDAÐA EIGN MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI.
Eignin er í eigu starfsmanns Fasteignasölu Reykjavíkur og gilda því lagaákvæði er snúa að tengslum við fasteignasalann/starfsmann fasteignasala skv. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 70/2015, lög um sölu fasteigna og skipa. 

Nánari upplýsingar veitir Haukur Hauksson í gsm 699-2900 [email protected] 
Sylvía Guðrún Walthersdóttir, lögg. fasteignasali og leigumiðlari sími 477-7777 [email protected]  -

 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
341 M²
HERBERGI
8
STOFUR
3
SVEFNHERBERGI
5
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1929
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:72.850.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777