Víkurbraut 34
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Víkurbraut 34, Grindavík fnr. 209-2535

Nánari lýsing:

Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 295,7 fm einbýlishús. Íbúðarhluti 217,3 fm og 2 bílskúrar 42,5 fm annar þeirra og hinn 29,6 fm en sá skúr er í mjög illa farinn og þarfnast töluverðs viðhalds.  Húsið stendur á 750 fm lóð. Húsið er byggt árið 1948 og er steinsteypt en búið er að klæða það með bárnujárni.Innkeyrsla er með fínni möl er að öðrum skúrnum en steypt að skúrnum sem í dag er sér íbúð. Gengið er upp steyptar tröppur að inngangi á 1. hæð og  þar eru fjögur herbergi, baðherbergi og eldhús. Stigi er upp í ris og þar er stórt herbergi, eldhús og baðherbergi. Í kjallara eru þrjú svefnherbergi, eldhús, tvö baðherbergi og geymsla. Í dag er rekið gistiheimili í húsinu og fylgir innbú svo sem rúm og annað með húsinu. Gistiheimilið hefur fengið afbragðseinkunn gesta á bókunarsíðum og er eftirsótt til gistingar. Virkilega fallegt útsýni er úr húsinu í allar áttir. Húsið hýsti áður tónlistarskóla Grindavíkur og tók Grindavíkubær húsið í gegn fyrir þá starfssemi og einnig hafa núvarandi eigendur haldið áfram viðhaldi og endurbótum á húsinu.

Skoðaðu aðahæð í þríðvíðu umhverfi - 3D

Skoðaðu kjallara í þvívíðu umhverfi - 3D

Skoðaðu ris í þrívíðu umhverfi - 3D

Skoðaðu bílskúr í þrívíðu umhverfi - 3D

Aðalhæð: Þegar komið er inn í anddyri þá er baðherbergi á vinstri hönd og er þar flísalagt gólf, sturtuklefi, hvít innrétting og salerni og er gluggi í rýminu. Fjögur svefnherbergi eru á hæðinni og er eitt þeirra við hlið baðherbergisins en hin þrjú í við hinn enda gangsins og er parket á öllum herbergjum sem og lausir skápar og skrifborð. Eldhús er með parketi á gólfi og eikarinnréttingu, Gluggi snýr í austur.

Kjallari: Stigi af aðalhæð er niður í kjallara og þegar komið er niður stigann er baðherbergi með epoxy á gólfi, sturtu, upphengdu salerni og vaski. Einnig er hægt að ganga inn í kjallara um hurð sem er þegar komið er niður í kjallarann. Þegar komið er inn á ganginn er baðherbergi á hægri hönd með sturtu, upphengdu salerni og handlaug með skáp undir. Epoxy á gólfi. Þá kyndiklefi þar sem hitaveituinntak hússins er og þar við hliðina annað baðherbergi/geymsla/þvottahús en þessi rými er verið að vinna í að klára. Innar á ganginum eru svo þrjú svefnherbergi með parketi á gólfi, lausun fataskápum og skrifborðum. Eldhús með innréttingu, eldavél og háfi og er parket á gólfi.

Ris: Þegar komið er upp stigann í risið er baðherbergi á hægri hönd og þar er parketlagt gólf, baðkar, handlaug og salerni. Stórt herbergi með fjórum rúmum og skrifboði. Inn af herberginu er eldhús með eldavél og einnig parket á gólfi þar.

Bílskúr: Í bílskúr sem liggur að húsinu er í dag sér íbúð. Þegar komið er inn er flísalgt gólf og þvotthús á hægri hönd.  Svo er stórt rými með parketi á gólfi og þar er eldhúsinnréttin með eldavél og háfi. Þar á bakvið kemur svo baðherbergi með flísum á gólfi. Sturtuklefi, innrétting með handlaug, salerni og handklæðaofni.

Lóð:  Lóðin er afgirt og er tyrftur blettur. Innkeyrsla að aðalbílskúr er steypt en möl sunnan megin við húsið að hinum bílskúrnum.

Bílskúr 2: Bílskúr sem var byggður árið 1966 og er skráður 29,6fm er í lélegu ástandi og þarfnast töluverðs viðhalds.

Húsið er hægt að nýta áfram sem gistiheimili og er allt til staðar sem fylgir með til þess reksturs. Rekstur gistiheimilisins er hluti af rekstri fleiri gistiheimila og því er félagið sjálft ekki selt með en kaupendur geta nýtt nafnið á gistiheimilinu en húsið ber nafnið Lágafell og hefur gert frá því að það var fyrst skráð. Einnig væri hægt að leigja húsið í hefðbundinni leigu án þess að um gistiheimili væri að ræða. Einnig gæti húsið hentað stórri fjölskyldu. Húsið var tekið vel í gegn fyrir nokkrum árum af þáverandi eiganda Grindavíkurbæ og einnig hafa núverandi eigendur haldið áfram viðhaldi og endurbótum á húsinu.


Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] -

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
295 M²
HERBERGI
4
STOFUR
0
SVEFNHERBERGI
9
BAÐHERBERGI
5
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1948
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777