Tröllakór 10
203 Kópavogur

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Tröllakór 10, Kópavogi, fnr. 228-9218

Falleg 116,9 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli sem byggt var 2007. Bílastæði í bílahúsi fylgir með eigninni.  Komið er inn í forstofu og þegar komið er inn í íbúðina eru svefnherbergin tvö á hægri hönd og baðherbergi á vinstri hönd. Rúmgóð stofa/borðstofa eru svo hægra megin í íbúðinni og eldhús á vinstri hönd og inn af eldhúsi er svo þvottahús.   Opið er að hluta á milli eldhúss og stofu og þaðan er gengið út á svalir sem eru lokaðar með gleri. Geymsla 11,5 fm er á jarðhæð hússins og eru þar góðar hillur.


 3D - Smelltu hér til að skoða þrívíddarmyndatöku af eigninni. - 3D


Nánari lýsing:

Aðkoma: Malbikuð stæði eru fyrir framan húsið og svo fylgir stæði í bílahúsi á jarðhæð hússins.Sameiginlegur inngangur er í húsið og er lyfta. Þegar komið er á 3. hæð er gangur að íbúðinni og eru það lokað að hluta með gleri.

Forstofa: Flísalagt gólf. Fataskápur úr eik.

Stofa/borðstofa: Rúmgott rými með góðum gluggum. Parket á gólfi.

Eldhús: Parket á gólfi. Ceramic helluborð með viftu fyrir ofan. Bakaraofn frá AEG. Eikarinnrétting með glóðu skápaplássi. Flísalagt er á milli efri og neðri skápa.

Herbergi: Í dag eru svefnherbergin tvö og er þau bæði með parketi á gólfi og eikarfataskápum. Gert var ráð fyrir þriðja svefnherberginu í stofunni og er hægt að ná þriðja svefnherberginu þar ef með þarf.

Baðherbergi: Hvítar flísar á veggjum og gólfi. Baðherbergið er rúmgott og eru hvoru tveggja baðkar og sturtuklefi í rýminu. Hvít innrétting með handlaug. Upphengt salerni og handiklæðaofn.

Þvottahús: Flísar á gólfi. Góð hvít innrétting.

Svalir: Flísalagðar svalir og er þeim lokað með gleri. Ekki er um 100% lokun að ræða og því eru svalir ekki í heildarfetrafjölda íbúðarinnar.

Geymsla: Geymsla er á jarðhæð rétt við inngangin í fjölbýlishúsið og er hún mjög rúmgóð um 11,5fm og með hillum.

Lóð: Lóðin er frágengin og eru malbikuð bílastæði fyrir framan húsið og grasflöt í kringum það.

Bílageymsla: Stæði í bílahúsi fylgir íbúðinni og er það ekki inni í birtum fermetrafjölda íbúðarinnar.


Íbúðin er virkilega falleg og með góðu útsýni. Núverandi eigandi keypti íbúðina í byggingu og hefur búið þar síðan. Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leikskóla og grunnskóla. Fjölnotaíþróttahúsið Kórinn er staðsett rétt vð eignina og er þar margvísleg starfssemi á vegum HK.  Innihurðir í íbúðinni eru úr eik sem og eldhúsinnrétting og fataskápar.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected] 

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. 


Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
116 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
2007
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:52.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777