ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Rauðavað 19
110 Reykjavík (Árbær)

LÝSING

*** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. ***

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & HERA BJÖRK Lgf. KYNNA: 
Mjög rúmgóð og björt 2ja herbergja íbúð í góðu fjölbýli við Rauðavað 19 í Norðlingaholti með hjólastólaaðgengi og stæði í bílageymslu. 

Eignin er skráð samtals 91,3 fm2 í Þjóðskrá Íslands og samanstendur af forstofu, eldhúsi, alrými stofu, borðstofu,  góðu svefnherbergi, baðherbergi og palli. Þvottahús og geymsla erru innan íbúðar. Nánari lýsing:
Forstofa: Ljósar flísar á gólfi og fataskápur. 
Eldhús:  Snyrtileg viðar innrétting með innbyggðri uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Opið og bjart rými með parket á gólfi og útgengi út á góðan pall. 
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og góður fataskápur. 
Baðherbergi: Rúmgott með hjólastólaaðgengi. Góð innrétting, sturta, handklæðaofn og flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Er innan íbúðar. Parket á gólfi. Hefur einnig verið nýtt sem lítið barnaherbergi eða skrifstofa. 
Þvottahús: Er inn af eldhúsi. Flísar á gólfi og vaskur. 
Bílasæði:  Er í lokuðu bílastæðahúsi með sameiginlegri þvottaaðstöðu þar sem hægt er að þvo og ryksuga bílinn.

Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi og í góðu göngufæri við skóla, leikskóla, íþróttir, leiksvæði og útivistarparadísina við Elliðarvatn sem er rétt handan við hornið. 

Húsið og sameignin virðist í ágætu ástandi og hefur viðhald verið gott. 
Íbúðin er, eins og áður segir, með hjólastólaaðgengi og er baðherbergið sérstaklega hannað með það í huga. 

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið vel. 

Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í s: 774-1477 eða á [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
91 M²
HERBERGI
2
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
1
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2004
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:41.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777