ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Hæðargarður 23
108 Reykjavík (Austurbær)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna: Hæðargarð 23a   fnr. 203-4957

Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 82,8 og er skráð sem íbúð á hæð en er í raun raðhús í raðhúsalengju og er góður garður í miðjuhring lengjunnar. Húsið stendur á stórri 5.284 fm lóð. Húsið er byggt árið 1977 og er steinsteypt. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og þar inn af er geymsla með epoxy á gólfi. Þegar komið er inn í íbúðina er eldhús og borðstofa á vinstri hönd og baðherbergi á hægri hönd. Gegnið er upp á pall og þar er svefnherbergi íbúðarinnar sem og stofa og er þaðan útgengt á svalir.


 3D - Smelltu hér til að skoða þrívíddarmyndatöku af eigninni. - 3D


Aðkoma: Malbikað er upp að steyptum tröppum upp í íbúðina. Mikið af bílastæðum er við húsið og aðgengi gott.

Forstofa: Flísalagt gólf. Geymsla er á hægri hönd áður en gengið er inn í íbúðina.

Stofa:  Parketlagt gólf er á stofu sem og er útgengt þaðan út á svalir sem snúa að vel grónum garði í miðju íbúðalengjunnar sem myndar hring.

Eldhús: Hvít innréttting með góðum Electrolux ofni og spansuðuhelluborði. Pláss fyrir uppþvottavél við vaskinn. Flísalagt gólf.

Baðherbergi: Flísalagt gólf. Hvít innrétting með handlaug. Tengi fyrir þvottavél er í baðherbergi. Sturtuklefi.

Svefnherbergi: Svefnherbergið er uppá palli og er með parketi á gólfi og er fataskápur í því.

Geymslur: Geymsla inn af forstofu og er expoxy á gólfi þar. Einnig eru sameiginlegar geymslur m.a. hjólageymsla.

Lóð: Góð lóð er í miðju húsanna í þessari þyrpingu og er fallegur gróður og bekkur í garðinum.


Þetta er íbúð á góðum stað og stutt í þjónustu. Aðkoma að húsinu er þægileg og vanalega næg bílastæði. Smekklega innréttuð íbúð.


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] 

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
82 M²
HERBERGI
2
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
1
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1977
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:42.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777