ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Berjavellir 2
221 Hafnarfjörður

LÝSING

EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.
Fasteignasala Reykjavíkur og Edwin Árnason lgf. kynna.

Falleg íbúð á Berjavöllum 2 í Hafnarfirði, með sérinngangi af svölum, lyftuhúsi og stæði í bílageymslu.
Íbúðin er vel skipulögð, þriggja-fjögurra herbergja enda íbúð á annarri hæð.  Eignin er skráð 112,6 fm sem samanstanda af anddyri, gangi, alrými með stofu/ borðstofu og eldhúsi, tveimur svefnherbergjum,  baðherbergi, þvottaherbergi og yfirbyggðar suð/vestur svalir. Sér geymsla (4,3 fm) og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla eru í sameign. Íbúðinni fylgir einnig sér bílastæði í lokaðri bílageymslu.  Íbúðin er í vestur enda hússins, með glugga á þrjá vegu og er á annarri hæð.


Allar nánari upplýsingar veitir Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893 2121 eða [email protected]

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent beint af vef fr.is


Skoðaðu þessa eign í 3-D sýn í tölvunni með því að smella HÉR

Nánari lýsing.
Komið er inn í rúmgott flísalagt anddyri með góðum fataskáp. Frá anddyri er komið inn í gang sem tengir rými íbúðarinnar.  Stofa og borðstofa eru í sama rými sem er stórt og bjart, með gluggum til suðvesturs og vesturs.  Útgengi er út á góðar yfirbyggðar suðursvalir frá stofunni.  Hluti af stofu var herbergi sem sést á teikningum og er einfalt að setja upp aftur.  Eldhúsið er að hluta til opið að stofunni og með fallegri innréttingu með kirsuberja spæni og góðu skápaplássi. Baðherbergið er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf og er með fallegri hvítri innréttingu, upphengdu salerni og stórri sturtu. Hjónaherbergi er rúmgott og með góðum fataskápum.  Barnaherbergi er einnig með skápum. Þvottaherbergið er rúmgott og nýtist líka sem geymsla og er með skolvask og hillum.  Samstætt eikarparket er á  gólfum íbúðarinnar fyrir utan forstofu, og votrými þar sem gólf eru flísalögð.  Innréttingar, hurðir og fataskápar eru klædd með kirsuberjaspón.  Hjóla og vagnageymsla er í sameign, ásamt sér geymslu (4,3 fm). 

Sameign er vel um gengin og bílageymslan lítur vel út.  Sameiginlegur garður er snyrtilegur 

Um er að ræða góða eign í barnvænu hverfi. Snyrtilegt umhverfi og stutt göngufæri er í leikskóla, skóla, íþróttaaðstöðu og ýmsa þjónustu.
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar..
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
112 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2003
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:47.600.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777