ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Lautasmári 1
201 Kópavogur

LÝSING

Opið hús: 19. september 2019 kl. 17:30 til 18:00.

Opið hús: Lautasmári 1, 201 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 11 03. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 19. september 2019 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

PENTHOUSE á besta stað! Fasteignasala Reykjavíkur kynnir í einkasölu bjarta og fallega 136 fermetra penthouse íbúð við Lautasmári 1 í Kópavogi. Þetta er mjög góð íbúð á 11. hæð í góðu fjölbýli.  Úr íbúðinni er afar gott útsýni yfir norður og vestur hluta borgarinnar. Stutt í alla þjónustu, grunnskóla, leikskóla og Smáralindin er hinum megin við götuna. Vel hönnuð og einstaklega vel staðsett penthouse íbúð í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Íbúðin er á tveimur hæðum með sér hjónasvítu á efri hæðinni þaðan sem útgengt er á stórar svalir.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit strax.


Nánari lýsing neðri hæð:
Anddyri: Rúmgott anddyri með flísum að hluta á gólfi. Ágætir skápar og parket. Í anddyri er hringstigi upp á aðra hæð íbúðarinnar.
Barnaherbergi 1: Gott herbergi með parket á gólfi.
Barnaherbergi 2: Gott herbergi með parket á gólfi.
Eldhús: Fallegt opið og bjart eldhús með góðum tækjum, fallegri hvítri innréttingu með góða skápaplássi. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Stofan og borðstofan er eitt stórt opið rými. Glæsilegt útsýni yfir borgina, hátt til lofts og úr stofu er útgengt út á yfirbyggðar svalir.
Gestasalerni: Snyrtilegt flísalagt salerni með góðum innréttingum og sturtuklefa.
Þvottahús: Ágætt þvottahús með geymsluplássi.

Nánari lýsing efri hæð:
Gengið upp um hringsstiga í lítið hol sem er að hluta opið niður á neðri hæð. Á efri hæð er rúmgóð hjónasvíta með mjög góðum skápum og sér baðherbergi með baðkari. Út af baðinu er gengið út á stórar opnar penthouse svalir sem er deilt með annari íbúð. 

Íbúðinni fylgir góð geymsla í sameign og sérbílastæði í bílastæðakjallara hússins.

Allar nánari upplýsingar veita:
Karl Lúðvíksson löggiltur fasteignasali í 477-7777 og 663-6700 eða [email protected]
Sylvía G. Walthersdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali  í 477-7777 og 820-8081 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
136 M²
HERBERGI
4
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
3
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1998
LYFTA
Bílskúr
NEI
VERÐ:64.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777