ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Eskihlíð 8a
105 Reykjavík (Austurbær)

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Edwin Árnason lgf. kynna til sölu.

Falleg íbúð í Eskihlíð 8a. 105 Rvk.  Íbúðin er fjögurra til fimm herbergja á annarri hæð.  Eignin er skráð 113,6 fm. sem samanstanda af anddyri,holi, gangi, stofu og borðstofu, eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og lítilli geymslu innan íbúðar. Sér geymsla (6,0 fm) og sameiginleg hjóla-vagnageymsla er í sameign.   Íbúðin getur verið afhennt fjlótlega eftir kaupsamning.

Panntið tíma fyrir skoðun hjá Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893 2121 eða [email protected]

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent beint af vef fr.is

Skoðaðu þessa eign í 3-D sýn í tölvunni með því að smella HÉR

Nánari lýsing.

Komið er inn í rúmgott flísalagt anddyri og hol. Holið tengir saman eldhús, stofu og herbergjagang.  Stofa og borðstofa eru í sama rými sem er stórt og bjart og með útgengi út á vestur svalir.  Eldhúsið er opið að holinu og er með nýlegum hvítum innréttingum og góðu skápaplássi. Baðherbergið er flísalagt og málað og með stórum veggspegli og nýlegri innréttingu, upphengdu salerni, stórri sturtu og tengi fyrir þvottavél í skáp. Hjónaherbergið er rúmgott og með fataskápum.  Barnaherbergi er með skápum. Samstætt eikarparket er á  gólfum íbúðarinnar fyrir utan forstofu, eldhús og baðherbergi þar sem gólf eru flísalögð.  Eldhús innréttingar, innihurðir og fataskápar eru hvítar.
Íbúðin var tekin að miklu leiti í gegn fyrir 4-5 árum,  td. var skipt um eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, alla skápa og gólfefni að hluta til.  Einnig er búið að endurnýja alla glugga, gler og svalahurð.

Hjóla-vagnageymsla er í sameign, ásamt sér geymslu sem er (6,0 fm) og sameiginlegt þvottaaðstaða og þurkherbergi.
Sameign er vel um gengin og á síðasta ári (2018) var stigagangur málaður og skipt um teppi.  Sameiginlegur garður er snyrtilegur og með leiktækjum.

Um er að ræða eign í barnvænu hverfi. Snyrtilegt umhverfi og stutt göngufæri er í leikskóla, skóla og ýmsa þjónustu. 

Allar nánari upplýsingar veitir Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893 2121 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar..
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
113 M²
HERBERGI
4
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sameig.
BYGGINGARÁR
1955
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:52.700.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777