ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Klapparstígur 17
101 Reykjavík (Miðbær)

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR og Edwin Árnason kynna til sölu.  

Góð þriggja herbergja íbúð með sérinngangi af svölum, skráð 73,9 fm. á Klapparstíg 17. 101 Rvk.  Íbúðin skiptist í: forstofu, opið rými með eldhúsi og stofu,  tvö góð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús innan íbúðar og geymslu í sameign.  Gengið er inn frá Klapparstíg í gegnum húsið og eru inngangar á austurhlið hússins, garðmegin.

Allar nánari upplýsingar veitir Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893 2121 eða [email protected]


Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent beint af vef fr.is

Nánari lýsing.
Komið er inn í góða forstofu. Forstofan opnast inn í alrými með eldhúsi og stofu.  Eldhúsið er með góðum viðarlituðum innréttingum og ágætu skápaplássi og stállituðum veggháf.  Stofan er nokkuð rúmgóð og björt og er útgengi út á austur svalir frá stofunni.  Svefnherbergin eru rúmgóð og án fataskápa.  Baðherbergið er málað og með viðarlitaðri innréttingu, upphengdu salerni og sturtu.  Þvottahúsið er rúmgott og með tengi fyrir þvottavél og þurkara. Öll gólf íbúðarinnar eru flotuð og lökkuð.  

Húsið lítur vel út og virðist vera í góðu viðhaldi. Sameign lítur einnig vel út og virðist vel um gengin.  

Garðurinn snýr í austur og er ágætlega hirtur og ræktaður.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
73 M²
HERBERGI
3
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
2
BAÐHERBERGI
1
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2011
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:49.900.000 KR
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777