ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Gerðavegur 14
250 Garður

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir eignina Gerðavegur 14, 250 Garður, nánar tiltekið eign merkt 01-0101, fastanúmer 209-5496 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin  er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 209-5496 birt stærð 220,8 fm. Byggingarár er 1979.


Lýsing eignar: Einbýlishús á tveimur hæðum með rislofti yfir efri hæð. Búið er að endurnýja mikið í húsinu síðustu misseri meðal annars klæðingu, pappa og járn á þaki. Mikil vinna var lögð í húsið að innan og var skipt um vatnslagnir og einnig var skipt út tenglum í rafmagni. Húsið er nýmálað að utan. Þetta er stór og flott eign sem búið er að taka mikið í gegn síðustu mánuði og búið að endurnýja mjög margt í húsinu.

Komið er inn í forstofu og þaðan er gestasnyrting á vinstri hönd og rúmgott þvottahús. Á hægri hönd er stofa og þarf innaf borðstofa og eldhús. Stigi er upp á aðra hæð hússins og þar er komið inní rúmgott rými sem er nýtt sem sjónvarpshol í dag. Á efri hæðinni eru síðan fjögur svefnherbergi og baðherbergi sem er án glugga. Síðan er stigi upp í ris sem er parketlagt.


Nánari lýsing:

Aðkoma: Bílaplan að skúr er með möl.


Forstofa: Forstofa hússins er rúmgóð og eru flísar á gólfi.

Gestasnyrting: Snyrtileg gestasnyrting með salerni og hvítri innréttingu með handlaug. Flísalagt gólf.

Eldhús: Eikarinnrétting er í eldhúsi og er sambyggð eldavél með viftu fyrir ofan. Uppþvottavél getur fylgt með. flísar eru á gólfi.

Stofa/borðstofa:  Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi og svo kemur borðstofa og tengir stofu og eldhús og er þar flísar á gólfi líkt og á eldhúsi.

Þvottahús/búr: Stórt þvottahús er á neðri hæð og þar er sturtuklefi og hilla sem þvottavél hvílir á. Málað gólf. Útgengt er úr þvottahúsi í bakgarð og þar er stór heitur pottur.

Svefnherbergi: Fjögur svefnherbergi eru á efri hæð hússins og eru upprunalegir fataskápar í hjónaberbergi. Parket er á gólfi í öllum svefnherbergjum.   

Baðherbergi: Baðherbergi er flísalagt og er baðkar og hvít innrétting með handlaug. Búið er að endurleggja lagnir að baðkari. Baðherbergið er án glugga.

Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpshol er þegar komið er upp á aðra hæð og er það parketlagt.

Ris: Stigi er frá efri hæð upp í ris sem búið er að parketleggja og getur það nýst sem vinnuaðastaða eða leikherbergi en skipta þyrfti um stiga eða setja handrið á núverandi stiga upp í risið.

Bílskúr: Bílskúrinn er samkv. FMR 48fm en einnig er gott geymsluloft yfir skúr. Heitt og kalt vatn og rafmagn eru í skúr.  

Lóð: Lóðin er afgirt og með grasi og á bak við húsið eru hellur og möl og þar er stór steyptur heitur pottur og góðir skjólveggir í kring.

Allar nánari upplýsingar veita:
Dagbjartur Willardsson hjá Fasteignasölu Reykjavíkur í s: 861-7507 eða á [email protected] og Sylvía Guðrún Walthersdóttir lgf. í síma 477-7777.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk. gömul og er vönduð. 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
220 M²
HERBERGI
5
STOFUR
2
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1979
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777