Strandvegur 65
900 Vestmannaeyjar

LÝSING

FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR & HERA BJÖRK KYNNA:
Spennandi atvinnuhúsnæði á Strandvegi 65 í Vestmannaeyjum
Eign sem býður upp á mikla möguleika á mjög góðum stað í bænum.
 Eignin er 748,2 fm2 samvkæmt Þjóðskrá á tveim fastanúmerum (218-4785 & 218-4786), byggt árið 1925.
Um er að ræða 2. og 3.hæð hússins.
Í dag er Líkamsræktarstöðin Hressó rekin í húsinu og eru innviðir allir í takt við slíkan rekstur. 

Gengið er inn um sérinngang og upp stiga.
2.hæð: Móttaka Hressó og setustofa, 2 stórir salir með parketi á gólfi, búningsklefar karla og kvenna ásamt baðherbergjum, 2 herbergi sem eru nýtt fyrir nudd, ljósabekki og hitaklefa.
3.hæð: Yoga salur með parketi á gólfi, stór parketlagður líkamsræktarsalur, Crossfit salur, geymsla. Þak er komið á tíma og þarfnast lagfæringar ásamt gluggum. 

Húsið var viðgert og málað að utan fyrir 4 árum síðan.
Seljendur ráðgera að fara í viðhald á þaki og skipta um glugga á haustmánuðum
  • Og til upplýsinga fyrir áhugasama kaupendur að þá var tekin fyrir hjá Skipulagsráði Vestmannaeyjarbæjar fyrirspurn eigenda að Strandgötu 65 um breytta notkun á matshlutum 218-4785 og 218-4786 (2-3 hæð) úr líkamsræktarstöð í hótelíbúðir. Ráðið lítur jákvætt á fyrirspurnina enda samræmist hún skipulagsskilmálum miðsvæðis í bænum. Ef til þessa kæmi þyrfti að ganga frá byggingarleyfisumsókn í samræmi við ákvæði Mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Eign á góðum stað á Heimaey, beint á móti Herjólfsbryggju og við fjölförnustu gatnamót bæjarins. 

Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í s: 774-1477 eða á [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án allra skuldbindingar.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vs
Bjóðum þér upp á frítt sölumat án skuldbindingar og veitum góða þjónustu. 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Atvinnuhúsnæði
STÆRÐ
748 M²
HERBERGI
0
STOFUR
0
SVEFNHERBERGI
0
BAÐHERBERGI
0
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1925
LYFTA
Nei
Bílskúr
NEI
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777