ÞÚ SÉRÐ BETUR Í 3D PRÓFAÐU NÚNA
Norðurhóp 28
240 Grindavík

LÝSING

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Norðurhóp 28, Grindavík fnr. 230-9706

Komið er samþykkt kauptilboð í eignina og er það í fjármögnunarferli.


Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 200 fm parhús. Íbúðarhluti 169,1 fm og bílskúr30,9 fm. Húsið stendur á 630 fm lóð. Húsið er byggt árið 2008 og er úr steinsteyptum einingum frá Smell-inn. Innkeyrsla að húsinu er steypt með hitalögn. Húsið er allt hið vandaðasta og virkilega smekklega innréttað. Komið er inn í forstofu og þar inn af er gestasnyrting og einnig gönguhurð yfir í bílskúr. Á vinstri hönd úr forstofu er komið inn í eldhús/borðstofu og svo stofuna. Úr stofu er svo útgengt á stóran steyptan pall. Á milli eldhúss og svefnherbergisgangs er sjónvarpshol og er það með rennihurðum beggja vegna og hægt að loka af. Á svefnherbergisgangi eru fjögur svefnberbergi og baðherbergi en úr því er útgengt á pallinn þar sem er heitur pottur. Inn af hjónaherbergi er baðherbergi og fataherbergi. Gott geymsluloft er einnig frá bílskúr og yfir sjónvarpsholi með niðurdraganlegum stiga. Húsið hentar mjög vel aðilum sem þurfa að notast við hjólastól.

Seljendur skoða möguleg skipti á minni eign.

Smelltu - hér - ef þú vilt þú skoðað eignina í þrívíðu umhverfi. Getur ferðast á milli herbergja og kynnt þér rýmin.


Aðkoma:  Steypt bílaplan upp að bílskúr og útihurð með hitalögn. 

Forstofa: Flísar á gólfi. Fataskápur og skúffur úr eik. Inn af forstofu er gestasnyrting með handlaug og innbyggðu salerni og er rennihurð inn í það rými.

Svefnherbergisgangur: Flísalagt gólf. Hægt að ganga í gegnum þvottahús í bílskúr og einnig er rennihurð í sjónvarpshol.

Stofa/borðstofa: Eldhús, borðstofa og stofa mynda eina heild og er flísalagt gólf. Gengið er út úr stofu á sólpallinn.

Eldhús: Falleg eikarinnrétting með góðum skápum og einnig er stór eyja en þar er stórt spansuðuhelluborð og djúpur vaskur. Yfir eyjunni er er háfur með lýsingu. Fallegar granítborðplötur. Tveir ofnar eru í vegginnréttingu.
 
Baðherbergi:  Aðalbaðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Stór sturtuklefi og baðkar. Góð innrétting með skápum. Úr baðherbergi er gengið út á pallinn og stutt í heitan pott sem er á pallinum.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru fjögur og eru þau öll með flísum á gólfi og eru fataskápar í barnaherbergjunum. Hjónaherbergið er rúmgott og þar er sér baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni og góðri innréttingu með handlaug og  granítplötu. Gott fataherbergi er einnig inn af hjónaherbergi.

Sjónvarpshol: Gott rými sem er hægt að loka frá bæði frá svefnherbergisgangi og eldhúsi með rennihurðum. Flísar á gólfi.

Þvottahús: Þvottahúsið er á milli svefnherbergisgangs og bílskúrs og þar er flísalagt gólf og góðir skápar. Allar lagnir fyrir þvottavél og vask eru til staðar en í dag er þetta ekki notað sem þvottahús heldur er þvottavél í bílskúr.

Bílskúr: Rúmgóður skúr með góðu geymslulofti með góðri lofthæð. Epoxy á gólfi og góðar hillur í bílskúrnum. Stór innkeyrsluhurð með fjarstýrðum opnara.

Geymsla: Af palli er gengið inn í góða geymslu þar sem hægt að geyma dót af pallinum og annað slíkt.

Lóð:  Stór og góður steyptur pallur með góðum skjólveggjum

Norðurhóp 28 er virkilega fallegt og smekklegt hús sem vert er að skoða nánar. Allar innréttingar og innihurðir eru með liggjandi klæðningu og einstaklega smekklegur frágangur einkennir eignina.

Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected] 

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu.-


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  


 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Parhús
STÆRÐ
200 M²
HERBERGI
5
STOFUR
1
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
3
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
2008
LYFTA
Nei
Bílskúr
VERÐ:Tilboð
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

Fasteignasala Reykjavíkur ehf.

Kt: 591087-1349 / Vsknr: 12721
Skeifan 17 / [email protected] / 477-7777